Bjarni tekur réttan pól í hæðina

Bjarni Benediktsson tók algerlega réttan pól í hæðina í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þegar hann sagði að réttast væri að draga ESBumsóknina til baka og síðan mætti endurmeta stöðuna að nokkrum árum liðnum.  Líklegasta niðurstaðan verður þá, eins og nú, að hagsmunum Íslands verði best borgið utan við stórríkið.

Eftirfarandi orð Bjarna eru afar skynsamleg, en þau lét hann falla vegna þess áróðurs, að flokkurinn væri að fylgja einangrunarstefnu í alþjóðmálum:  "Forysta felst miklu fremur í staðfastri afstöðu sem stenst dóm tímans og baráttu fyrir því að Ísland skipi sér á hverri tíð þar í sess meðal þjóða sem skapar landsmönnum mesta farsæld.

Afstaða Sjálfstæðisflokksins á því ekkert skylt við einangrunarhyggju eða þjóðrembu. Hún byggir á raunsæu mati á því hvað þjónar hagsmunum Íslendinga best til langs tíma."

Vonandi mun fundurinn samþykkja harðorða yfirlýsingu um að aðildarumsóknin verði dregin til baka og að Ísland verði utan ESB um ókomna tíð.

Líki ekki einhverjum ESBsinnum slík ályktun, verða þeir að finna sér annan vettvang til að vinna skoðunum sínum framgang.

Þær eiga ekki heima innan Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Leggja aðildarumsókn til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér.

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.6.2010 kl. 17:37

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Axel !

Set bara inn hér copy/paiste frá mínu bloggi sem smá andsvar við þessu hjá þér:"

Vonandi mun fundurinn samþykkja harðorða yfirlýsingu um að aðildarumsóknin verði dregin til baka og að Ísland verði utan ESB um ókomna tíð.

Líki ekki einhverjum ESBsinnum slík ályktun, verða þeir að finna sér annan vettvang til að vinna skoðunum sínum framgang.

Þær eiga ekki heima innan Sjálfstæðisflokksins.

Með það í huga að nokkur heift hefur verið að byggja sig upp innan flokksins, milli (sumra) aðildarsinna annars vegar og (sumra) andstæðinga aðildar hins vegar, eru þetta skynssöm ummæli formanns flokks, þar sem á að vera pláss fyrir umræðu um ágreinisatriði án þess að menn hafi í hótunum um úrsögn og/eða klofning, (reyndar tek ég eiginlega jafnhart í og þú Axel hér):  þeir sem ekki sætta sig við það eiga þá bara að taka sér hlé eða fara, en ættu þá jafnframt að íhuga það að "hreinsanir" eru ekki lýðræði í nútíma þjóðfélagi,( með hreinsunum á ég alveg eins við þá sem hóta að "hreinsa" sig sjálfa út, og ekki hlýta lýðræðislegri ákvörðun landsfundar) það liggur í orðum formanns að það liggja ekki nægar upplýsingar fyrir ennþá, til að landsfundur eigi/geti gert afdráttarlausa ályktun um aðild/ekki aðild að svo komnu máli, svo tillagan um "hliðsetningu"  ætti að vera nóg fyrir flesta.

MBKV að "Utan" en með hugann "Heima"

KH

Kristján Hilmarsson, 25.6.2010 kl. 17:44

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Rétt hjá þér, Bjarni er þarna að taka réttan pól í hæðina!

Guðmundur Júlíusson, 25.6.2010 kl. 19:09

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Formaðurinn var frábær og lagði grunninn að samvinnu og samheldni fundarins -

frábært að fá að vera þátttakandi í honum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.6.2010 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband