Ekki tilhlökkunarefni fyrir íslenska launþega

Atvinnuleysi á Ísandi í apríl mældist 9%, enda ríkir hér dýpsta kreppa lýðveldistímans og hér er við völd ríkisstjórn, sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að halda atvinnuleysi sem mestu og dýpka og lengja kreppuna, eins mikið og mögulegt er, með því að berjast gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu í landinu.

Það sem vekur enn meiri athygli í fréttinni er, að atvinnuleysi innan ESB er ennþá meira en hér á landi, eða 9,7% og á evrusvæðinu 10,1%, eins og sjá má á bls. 2 í skjalinu, sem nálgast má hérna

Ríkisstjórn Íslands er væntanlega að aðlaga atvinnuleysi á Íslandi að því atvinnuleysi, sem er viðvarandi innan ESB, til þess að venja landann við það, sem koma skal, fari svo illa að Samfylkingunni takist að véla landið inn í stórríki Evrópu.

Þetta er a.m.k. ekkert tilhlökkunarefni eða falleg framtíðarsýn fyrir íslenska launþega.


mbl.is Atvinnuleysi að meðaltali 8,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband