Enginn reiknar með inngöngu Íslands í ESB

Skoðanakannanir sem birst hafa undanfarna mánuði sýna allar að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti innlimun Íslands í stórríki Evrópu og er eindregið þeirrar skoðunar að bjölluatinu í Brussel verði hætt.  Tölur um kosnað af þessari stríðni gagnvart ESB eru nokkuð á reiki, en þó mun kosnaðurinn af þessum prakkarastrikum Samfylkingarinnar verða einhversstaðar á bilinu 4-7 milljarðar króna.  Slíkar upphæðir væri hægt að nota til gagnlegri hluta.

Í liðinni viku var viðtal í sjónvarpsfréttum við þýskan stjórnmálafræðing og ráðgjafa þýskra stjórnmálamanna og taldi hann víst, að á fundi ESB þann 17. júní yrði samþykkt að taka upp viðræður við Íslendinga um innlimunina, sem hann taldi afar mikilvæga fyrir ESB vegna legu landsins og aðgang þess að norðuhöfum, ekki síst vegna framtíðarsiglinga milli heimsálfa og mikilvægi Íslands sem milliliðar í þeim siglingum.  Fleira taldi hann til, sem ESB myndi græða á innlimuninni, en þetta taldi hann stærsta atriðið.

Það, sem athyglisverðast var samt við viðtalið var, að þessi ráðgjafi þýskra stjórnvalda taldi engar líkur á því að Íslendingar myndu samþykkja hreppsaðildina að ESB og um það væru yfirmenn ESB sér algerlega meðvitaðir, þannig að enginn innan valdakerfis ESB reiknaði með að samningur við bandalagið yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi.

Almenningur á Íslandi veit þetta, ríkisstjórnir í Evróðpu vita þetta og stjórnkerfi ESB veit þetta.  Hvernig íslenska ríkisstjórnin kemst hjá því að gera sér grein fyrir þessu, er hulin ráðgáta.


mbl.is Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB aðild Íslendingar verður stríð ef nær fram að ganga... Jóhanna er búin að fá samþykkta breytingu á gildi hennar... Hvað er þjóðin ekki að skilja spyr ég... Erum við virkilega svo auðtrúa að halda það að við þjóðin fáum að eiga síðasta orðið... Allir innan ESB sem og AGS vita þetta. Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra ætlar sér inn í ESB með þjóðina það er á hreinu... Þessi breyting sem hún fékk samþykkta segir okkur það í raun að við fáum engu ráðið ef því er að skipta.. Þjóðin gæti vaknað upp einn daginn og lesið það í forsíðufréttum að inn í ESB er hún gengin hvort sem hún þjóðin vill eða ekki... Þetta er sorgleg staða sem við Íslendingár erum í. Það eina sem við gætum gert er að hrekja þessa Ríkistjórn frá með látum. Það er það eina sem að hún skilur... LÆTI.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.6.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband