10.6.2010 | 22:16
RÚV sinni BARA skyldu sinni
Hlutverk RÚV er fyrst og fremst að sinna menningar- og fræðsluhlutverki, ásamt því að vera öryggistæki til að koma boðum til þjóðarinnar á hættutímum. Rás 1 stendur ágætlega undir hlutverki sínu, en sjónvarpið alls ekki og spurning hvort Rás 2 geri það.
Dagskrá Rásar 2 er að mestu tónlist og sjónvarpsdagskráin er undirlögð af lélegum bíómyndum og glæpaþáttum, sem lítið bæta íslenska menningu eða bæta miklu við hana. Sjónvarpið ætti að einbeita sér að fréttum, fréttatengdum þáttum, íslenskum og erlendum og hreinum menningar- og fræðsluþáttum, einnig íslenskum og erlendum, ásamt kennsluefni ýmiss konar.
Dagskrár Rásar 1 og 2 væri einfalt að sameina með bestu bitunum af hvorri rás og gera úr þeim ágæta fræðslu- menningar- og viðtaladagskrá.
Með því að láta einkastöðvarnar um erlendu glæpaþættina og bíómyndirnar og kaupa inn meira af fræðslu og menningarefni, myndi RÚV standa undir hlutverki sínu og öðru ekki, enda er það ekki hlutverk RÚV að keppa við einkastöðvar, t.d. um fótbolta og annað skemmtiefni. Auðvitað gæti og ætti RÚV að hafa eitthvert skemmtanagildi meðfram fræðslu- og menningarefninu, en það ætti ekki að bera uppi dagskrána.
Með svona breytingum gæti RÚV sparað hundruð milljóna á ári hverju og lækkað útvarpsskattinn um leið.
Eðlisbreyting á starfsemi RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir mættu nú leggja niður rás 2. Selja útvarpshúsið og minnka yfirbygginguna, hætta að senda fréttamenn þvert yfir heiminn til þess eins að búa til fréttir fyrir Birgittu. Það er nóg að gerast innanlands fyrir fréttamenn, erlendar fréttir er hægt að fá frá öðrum leiðum. Og svo að lokum, ekkert sjónvarp á fimmtudögum.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.