Slagorðið "Vanhæf ríkisstjórn" varð að áhrínsorðum

Stöðugleikasáttmálinn, sem skrifað var undir í júní í fyrrra, hefur ekki skilað neinum störfum ennþá, þrátt fyrir að ýmsum hindrunum, t.d. varðandi orku- og stóriðju, skyldi samkvæmt honum rutt úr vegi fyrir 1. september 2009.

Nú er að verða ár liðið frá gerð sáttmálans og atvinnuleysið minnkar ekkert, heldur þvert á móti, því tæplega 3000 manns á besta vinnualdri hefur flutt erlendis frá áramótum, en hefði annars bæst við þau 17.000 sem eru á atvinnuleysisskrá.  Á árinu flutti einnig fjöldi Íslendinga til útlanda til vinnu, þannig að líklega eru þeir farnir að nálgast 6000, sem flutt hafa af landi brott í atvinnuleit eftir hrun.

Flestir hafa þurft að minnka við sig vinnu, því áætlað er að tæp 30 þúsund heilsársstörf hafi tapast síðan í hruninu og ofan á minnkandi vinnu, hafa hinir vinnandi einnig þurft að taka á sig miklar launalækkanir til viðbótar við þær skerðingar sem hin skattaóða ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur lagt á.

Á sama tím hefur fjölgað í röðum opinberra starfsmanna og nú þegar á að fara að draga saman og spara í opinbera geiranum, mega fulltrúar opinberra starfsmanna ekki heyra minnst á fækkun starfa í sínum röðum, en finnst sjálfsagt að hækka skatta á annað vinnandi fólk, til þess að hinir opinberu geti fengið launahækkanir á næstu mánuðum.

Vanhæf ríkisstjórn kallaði fólkið á Austurvelli og sannarlega varð það kall að áhrínsorðum, því þjóðin  fékk eina slíka yfir sig, með ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.


mbl.is „Úlfurinn sestur að snæðingi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband