Skráning Haga á markað algerlega misheppnuð

Höskuldur H. Ólafsson, nýr bankastjóri Arion banda, hefur ákveðið að fresta skráningu Haga hf. á hlutabréfamarkað fram á haust, án þess að dagsetningar séu nefndar í því sambandi.  Fyrirrennari Höskuldar í stöðu bankastjóra Arion banka var kominn langleiðina með að eyðileggja orðspor bankans algerlega með ýmissi þjónkun við fallna útrásarmógúla og verður það ærið verkefni fyrir hinn nýja bankastjóra, að reyna að vinna bankanum eitthvert traust á næstu mánuðum.

Finnur, fyrrum bankastjóri, lýsti því yfir að margir fyrrum útrásargarkar væru þeir einu sem bankinn treysti til góðra verka og því væri réttlætanlegt að afskrifa jafnvel hundruð milljarða af skuldum þeirra og afhenda þeim síðan fyrirtækin aftur á silfurfati, enda nytu þessir aðilar "fyllsta trausts" í bankanum.  Dæmi um þetta er að Ólafur Ólafsson fékk Samskip aftur í hendurnar, eftir "endurskipulagningu skulda" og Jóhannesi í Bónus og fjölskyldu var lofað forgangi að 15% hlutafjár í Högum, þegar fyrirtækið yrði sett á markað, enda væru þar á ferð "snjöllustu rekstrarmenn landsins".

Nú liggja allir þessir aðilar undir rannsókn Sérstaks saksóknara og skattyfirvalda og búið að frysta eignir sumra þeirra, jafnvel um allan heim, og því varla nema von að Arion banki fresti því að setja Haga á hlutabréfamarkaðinn, enda vandséð hver myndi vilja kaupa í fyrirtækinu með þá "kjölfestufjárfesta" sem bankinn ætlaði  að bjóða uppá í "kaupbæti".

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið situr Jón Ásgeir í Bónus ennþá í stjórn tveggja fyrirtækja í Bretlandi, sem fulltrúi skilastjórna bankanna, og þiggur há laun fyrir "sérfræðiþekkingu" sína.

Bankarnir öðlast ekki tiltrú almennings á meðan að svona er í pottinn búið þar á bæ.


mbl.is Skráningu Haga frestað til hausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvernig er það, eru ekki gerðar vissar kröfur um fjárhagslega stöðu fyrirtækja sem skráð eru á markað?  Hvernig er hægt að skrá félag sem skuldar 40 milljarða og á lítið eigið fé?
Og hvað gerir Arion Banki ef skiptastjóri vinnur riftunarkröfur varðandi sölu Baugs útúr Högum? Stjórn Arion og Finnur Sveinbjörns gætu þurft að svara til saka vegna aðkomu sinnar að Haga klúðrinu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.6.2010 kl. 11:12

2 identicon

Ég skil ekki hvað fólki finnst athugavert við Haga-málið. Fyrirtækið var tekið af Baugsmönnum og þeim boðið að kaupa það aftur. Ég hefði haldið að það væri bara gott mál að hirða fyrirtækið af þeim og selja þeim aftur part af því  á markaðsverði? Er það ekki mjög ljóðrænt að láta þá borga tvisvar?

Í máli Samskipa fólst endurskipulagningin í því að borga niður skuldir, sem er meira en eigendur annarra fyrirtækja hafa gert sem láta sín félög fara á hausinn hægri vinstri. Hvað er athugavert við að eigendur fyrirtækja grynnki á skuldum þeirra í stað þess að bankinn taki skellinn?

Ég persónulega treysti Arion banka til þess að taka viðskiptaákvarðanir án þess að vera í vinsældarkeppni - viðskipti og pólitísk rétthugsun fara ekki alltaf saman. Þá er spurninginn, viljum við banka sem hugsar eins og banki eða eins og pólitíkus?

mbk,

Ólafur S (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband