3.6.2010 | 09:59
Bloggarar hafa mikil völd - þurfa að beita þeim hóflega
Eftir því sem fregnir herma var það bloggari í Þýskalandi, sem kom af stað umræðum um óheppileg ummæli Horst Koehler, þýskalandsforseta, og sem að endingu urðu til þess að hann sagði af sér embætti. Ummæli forsetans voru á þá leið að réttlætanlegt væri að verja viðskiptahagsmuni Þýskalands með hervaldi, en eftir að umræður hófust um þessi ummæli, sem byrjuðu á blogginu, og forsetinn lá undir gagnrýni vegna þeirra, sagði hann sig frá embætti.
Forseti Íslands, sem hefur svipaða stöðu og sá þýski, hefur látið frá sér fara alls kyns ummæli og yfirlýsingar, sem enginn hefur verið sáttur við, nema forsetinn sjálfur, enda alltaf ánægður með sjálfan sig og sínar gerðir og hann telur sig reyndar vera að endurskapa þjóðskipulagið upp á eigin spýtur.
Aldrei hefur hvarflað að Ólafi Ragnari að segja af sér vegna gjörða sinna, ummæla eða yfirlýsinga, hvorki vegna gagnrýni á bloggi, í fjölmiðlum eða frá almenningi í landinu, jafnvel á þeim tíma sem hann mældist einn óvinsælasti maður þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Víða erlendis þarf ekki mikið til, til þess að stjórnmálamenn segi af sér embætti og er það venja, sem einnig þyrfti að komast á hér á landi, ekki síst til þess að losna við áralangar þrætur um málefni, sem tengjast einstökum stjórnmálamönnum.
Það er alþekkt, að stjórnmálamenn sem segja af sér embætti vegna utanaðkomandi gagnrýni á ýmsar gerðir þeirra, innan sem utan þingsala, sem ekki fela í sér nein lögbrot, en eru vegna einhverra perónulegra mála, eða óheppilegra ummæla, segja af sér embætti, en endurnýja svo umboð sitt í næstu kosningum og setjast jafnvel aftur á ráðherrastóla, enda þá búnir að gera hreint fyrir sínum dyrum og fengið uppreisn æru.
Slíkar afsagnir þurfa íslenskir stjórnmálamenn að taka sér til fyrirmyndar, enda engin skömm að játa á sig mistök, sé allt gert sem mögulegt er til að bæta fyrir þau.
Felldu bloggarar forsetann? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bloggarar, beitum okkur fyrir thvì ad snidganga fyrirtæki ùtràsarkònanna. SNIDGÖNGUM LYF OG HEILSU, APÒTEKARANN, SKIPHOLTSAPÒTEK, FLEXOR OG GLERAUGNABÙDINA Ì MJÒDD, sem allt eru fyrirtæki KARLS WERNERSSONAR.
Gleymum ekki, ad thad vorum vid, sem thurftum ad greida bòtasjòd Sjòvàr upp à 16 milljarda, sem hann hirti.
Snidgöngum lìka Bònusverslanirnar og Hagkaup og hættum ad stydja vid bakid à Baugsfedgum.
Steini (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 11:01
"Að segja af sér" er eitthvað sem þekkist ekki á Íslandi. - Nánst hægt að telja þau skipti á fingrum annarar handar þar sem íslenskir pólitíkusar hafa sagt af sér.
Þótt að bankakerfið hrundi og íslenska efnahagskerfið fór með í fallinu, töldu þeir sem voru við völd enga ástæðu fyrir afsögn. Það var ekki fyren eftir mótmæli sem fóru oft úr böndunum sem ríkisstjórnin hrökklaðist frá.
Því Geir Haarde taldi enga ástæðu til að "persónugera vandann".
Þetta hefur lítið sem ekkert breyst í dag. Þingmenn hafa ekki sagt af sér vegna styrkjamálsins (nema Steinun Valdís) þeir stigu til hliðar.
Bananalýðveldi.
ThoR (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 15:47
Enginn þeirra sem "stigið" hefur til hliðar, gerði það vegna styrkjamáls. Björgvin G. gerði það vegna yfirvofandi rannsóknar þingmannanefndar, á störfum sínum, Þorgerður vegna fjármála eiginmanns síns og Illugi, vegna rannsóknar á aðkomu hans að sjóði 9 hjá Glitni, þar sem flest bendir til að hann hafi ekkert rangt eða ólöglegt aðhafst.
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.6.2010 kl. 16:39
Hárrétt hjá þér Kristinn.
Það eru hinsvegar stjórnmálamenn sem hafa þegið styrki frá bönkunum og stjórnmálafyrirtækjum sem hafa ekki stigið til hliðar eða sagt af sér.
Og það eru aðilar í bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum.
ThoR (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.