24.5.2010 | 23:02
Eru ekki "nema" þrír milljarðar týndir?
Þann 15. ágúst 2008, aðeins einum og hálfum mánuði fyrir bankahrunið, birtust fréttir af viðskiptum á milli Pálma í Iceland Express og Jóns Ásgeirs í Bónusi, sem skiluðu Fons 80 milljörðum króna í hreinan hagnað. Jafnframf fylgdi fréttinni, að þar með væri Fons orðið eitt sterkasta fjárfestingafélag landsins. Frétt um þetta má t.d. sjá hérna
Átta mánuðum síðar var þetta eitt sterkasta fjárfestingafélag Íslands orðið gjaldþrota og verður að teljast með ólíkindum, að félagið skyldi geta tapað þessum 80 milljörðum, ásamt því fé sem það átti fyrir á svo stuttum tíma, en svo heppilega vildi þó til að Pálma tókst að koma öllum helstu eignum undan gjaldþroti Fons og rekur nú t.d. flugfélagið Asterus og ferðaskrifstofuna Iceland Express, eins og ekkert hafi í skorist.
Ekki munu hafa fundist miklar eignir í þrotabúi Fons og t.d. virðist ekki vera hægt að finna neina skýringu í bókhaldi félagsins á þriggja milljarða millifærslu til skúffufyrirtækis í Panama og voru peningarnir afskrifaðir í bókhaldi Fons stuttu fyrir gjaldþrotið. Eingöngu það, að ekki skuli finnast eðlilegar viðskiptalegar skýringar á þessari millifærslu, hlýtur að vera brot á bókhaldslögum og þar með saknæmt athæfi, hvort sem peningarnir finnast nokkurn tíma aftur, eða ekki.
Ef þessir peningar hafa á endanum runnið í vasa Jóns Ásgeirs og annarra viðskiptafélaga Pálma, þá er það auðvitað stórkostlegt auðgunarbrot og vonandi finnst skýring á þessu öllu og sé um enn eina svikafléttu þeirra félagana að ræða, til viðbótar við önnur meint svik þeirra, þá verða þeir auðvitað að svara til saka fyrir þessar gjörðir allar.
Þetta vekur líka upp þá spurningu, hvort ekki þurfi að rekja öll viðskipti milli þessara kumpána í gegnum tíðina og finna út, hvað varð um 80 milljarða hagnaðinn, sem reyndar hefur að öllum líkindum aðeins verið bókhaldsbrella til að búa til veð, þannig að rán Glitnis innanfrá liti vel út í bókhaldi bankans.
Pálmi og Jón Ásgeir hafa alltaf haldið því fram, að þeir væru snillingar. Eftir á að koma í ljós, í hverju mesta snillin var fólgin.
RÚV: Þriggja milljarða leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þeir voru snillingar í að koma ár sinni vel fyrir borð á okkar kostnað og snillingar í að blekkja okkur auðtrúa lýðinn. En snilld þeirra var ekki meiri en svo að á endanum sáu allir hvaða mann þeir höfðu að geyma, og þrátt fyrir alla þá peninga sem þeim mun takast að koma undan þá vitum við sem höfum þurft að hafa fyrir hverri krónu í lífinu að þeir eru ekki öfundsverðir. Sálartetrið í þeim hlýtur að vera á ansi lágu plani ef þeir hafa sál yfir höfuð. Ef þeir hafa hana ekki....það mun koma sá dagur að þeir óska þess að þeir hefðu heldur stritað við mokstur í skurðum en selja sál sína djöflinum sjálfum. Þeir sem það gera eru aldrei öfundsverðir, hversu mikið þeir hafa uppúr því í peningum talið.
assa (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 01:59
Þrjúþúsund milljónir týndar hvað er það á milli útrásarvina?
Tek það fram að ég var búin að sjá við þessu sem vara að gerast löngu áður en allt fór á hausinn!
Sigurður Haraldsson, 26.5.2010 kl. 00:28
Þarna á að standa "var að gerast"
Sigurður Haraldsson, 26.5.2010 kl. 00:29
Þetta er bara brot af upphæðinni...
Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.