Ekki lengur fjárhagslegt vandamál, heldur sálfræðilegt?

Ráðherrarnir tala út og suður um skuldamál heimilanna, annan daginn segir Jóhanna að "fljótlega" verði lögð fram frumvörp sem eigi að veita fleiri og betri úrræði fyrir skuldug heimili, en næsta dag kemur Árni Páll og segir að því miður sé ekki hægt að gera meira, en þegar hafi verið gert. 

Fyrir nokkrum dögum sagði Árni Páll í viðtali, að þau úrræði í skuldamálum, sem þegar væru komin til framkvæmda dygðu flestum skuldugum heimilum ágætlega og ef menn vildu ekki notfæra sér þau, þá væri þeim ekki viðbjargandi, því ríkisstjórnin myndi ekki gera meira í þessum málum. 

Eftir að Seðlabankinn birti síðustu skýrslu sína um skuldir heimilanna, sagði Árni að góðu fréttirnar væru þær, að erfiðleikarnir væru ekkert meiri hjá fólki, en þeir hefðu verið í Janúar 2008, löngu fyrir hrun og því væri ástandið í raun bara nokkuð gott og ekki þörf á frekari aðstoð við skuldara.

Samkvæmt því sem Árni Páll segir og ekki annað að skilja á Steingrími J. en hann sé samþykkur, þá lenda einungis húseignir þeirra á uppboði í haust, sem ekki vilja nýta sér "skjaldborgina" sem ríkisstjórnin hefur svo rausnalega slegið um heimilin í landinu.

Eftir þessum boðskap ríkisstjórnarinnar er það ekki lengur getuleysi fólks til að ganga frá sínum skuldamálum, heldur viljaleysi og þar með er þetta ekki lengur efnahagslegt vandamál, heldur sálfræðilegt. 

Verst að það skuli ekki vera neinn sálfræðingur í ríkisstjórninni. 


mbl.is Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég held að 18.greinin í viljayfirlýsingunni taki af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar til skjaldborgarinnar -

Það er hroðaleg lesning

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband