Tillaga sem stöðvar hvalveiðar Íslendinga

Alþjóðahvalveiðiráðið hefur kynnt "málamiðlunartillögu" um hvalveiðar, sem geir ráð fyrir því, að Íslendingum verði heimilað að veiða 80 langreyðar og 80 hrefnur árlega, næstu 10 árin.

Tillagan væri sjálfsagt ásættanleg, ef ekki væri sá hængu á, að verslun með hvalkjöt milli landa yrði bönnuð og allar hvalveiðar yrðu einungis til heimabrúks í viðkomandi hvalveiðilandi.

Nái þessi tllaga fram að ganga, þýðir það einfaldlega endalok hvalveiða á Íslandi, a.m.k. veiðar á langreyð, enda ekki heimamarkaður til að standa undir veiðum á 80 dýrum og jafnvel spurning hvort veiðar á svo fáum hvölum myndi standa undir útgerðarkostnaði, þó útflutingur til Japan yrði leyfður.

Íslendingar geta ekki fallist á þessa "málamiðlunartillögu" óbreytta.  Lágmarkskrafa væri að verslun yrði leyfð með hvalaafurðir á milli hvalveiðiþjóðanna, þannig að Japansmarkaður héldist opinn fyrir Íslendinga.

Önnur niðurstaða verður engin "málamiðlun" og betra yrði að fella þessa tillögu.


mbl.is Málamiðlunartillaga um hvali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband