Björgólf Thor út úr Verne Holding

Iðnaðarnefnd Alþingis mun á næstunni afgreiða erindi Verne Holding um þjónustusamning vegna gagnavers, sem fyrirtækið er að reisa á suðurnesjum, en slíkur samningur "á að skapa félaginu stöðugri grundvöll varðandi skattalega umgjörð, opinber gjöld o.s.frv. Samningurinn er talinn afar mikilvægur Verne holding þegar kemur að því að tryggja samninga við erlenda viðskiptavini", eins og segir í fréttinni.

Það hefur lengi verið von manna, að hér á landi yrði hægt að koma upp nokkrum gagnaverum til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og tryggja raforkusölu til nýrrar tekundar stórnotenda.  Þess vegna er afar nauðsynlegt að Iðnaðarnefnd afgreiði erindi Verne Holding á jákvæðan hátt, þannig að unnt verði að koma verinu í gang, sem allra fyrst.

Jafnframt á nefndin að setja þau skilyrði, að Björgólfur Thor Björgólfsson hverfi úr hluthafahópnum og til þess verði félaginu gefinn hæfilegur frestur, t.d. eitt ár, en verði slíkt skilyrði ekki uppfyllt að þeim tíma liðnum, falli samningurinn aftur úr gildi.

Atvinnumálin á Suðurnesjum eru mikilvægari en persóna Björgólfs Thors.


mbl.is Hlutur Björgólfs Thors metinn í iðnaðarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Tek undir þetta með þér.

Sævar Helgason, 21.4.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Jón Sveinsson

 Já það færi betur ef þessir Ráðamenn færu eftir almenningi en því er ekki að heilsa.Það virðist alt á sömu bókina lært almenningur er ekki þjóðin, En tek undir með þér.

Jón Sveinsson, 21.4.2010 kl. 14:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

EInmitt

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband