Leynibankar

Eignarhald Arion banka og Íslandsbanka er að verða ein af stærri ráðgátunum núna á tímum opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu, þar sem allt er uppi á borðum, en hverjir eigendurnir eru er svo mikið leyndarmál, að enginn í stjórnsýslunni virðist hafa hugmynd um hverjir þeir séu, eða hvaðan þeir koma.

Ábyrgð á rekstri þessara banka virðist hvergi vera, því bæði fjármála- og viðskiptaráðherra segjast ekki geta haft nein afskipti af rekstri þeirra og Fjármálaeftirlitið, sem skipaði skilanefndirnar, telur sig ekki hafa neinar heimildir til að skipta sér af málum þessara banka umfram aðra. 

Nú segist Gylfi Magnússon, lausráðinn starfsmaður Viðskiptaráðuneytisins, vera að kanna hvort einhver geti upplýst um þetta eignarhald, en hann sé bara ekki viss um að nokkur viti það.  Eftir reynsluna af eignarhaldi og rekstri gömlu bankanna, hefði mátt ætla að yfirvöld hefðu lært eitthvað af því dýra námi, að eignarhald bankanna og hvernig með það er farið, skiptir höfuðmáli.

Að því er virðist eru það skilanefndirnar sem öllu ráða um þessa tvo banka, rekstur þeirra og skuldaniðurfellingar til útrásarglæpona og síðast en ekki síst um launagreiðslur til sjálfra sín.

Allt ýtir þetta undir þá kröfu, að ný rannsóknarnefnd verði skipuð, sem hafi það hlutverk að fara ofan í saumana á verkum skilanefndanna og starfsemi nýju bankanna.


mbl.is Kanna hvort hægt sé að birta nöfn eigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband