Skelfilegar afleiðingar eldgossins

Afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli eru nú þegar orðnar viðbjóðslegar, eins og Páll Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, orðaði það eftir að hafa horft upp á kolsvartan öskumökkinn leggjast yfir bæ sinn.

Strax á fyrstu dögum þessa goss eru afleiðingar þess orðnar skelfilegar, bæir og búpeningur er í stórhættu, fuglar á svæðinu hrynja niður og beitilönd og tún gætu orðið ónýtanleg um langan tíma.  Vegir eru stórskemmdir og brýr í hættu, þannig að fjárhagslegt tjón er þegar orðið gríðarlegt.

Þetta eldgos, ekki þó stærra en það er, hefur raskað allri flugumferð um veröld alla og samkvæmt fréttum tapa flugfélögin í heiminum a.m.k. 25 milljörðum króna á dag vegna þessa og allar áætlanir ferðamanna eru að engu orðnar og ekki hefur verið hægt að nota sjúkraflugvélar, t.d. í Noregi, þar sem flytja þurfti veikan mann af borpalli sjóleiðis, en það tók 10 klukkutíma, þar sem ekki var hægt að nota sjúkraþyrlu.

Svona gríðarlegar og skelfilegar afleiðingar eldgossins kippir okkur harkalega aftur niður á jörðina, eftir "gleðina og skemmtunina" af gosinu á Fimmvörðuhálsi, sem umgengist var eins og áramótabrenna og það lofað og prísað sem lyftistöng fyrir ferðaiðnaðinn.  Nú er hann algerlega lamaður, enda forsvarsmenn hans strax byrjaðir að kvarta hástöfum yfir afleiðingunum núna.

Allt þetta sýnir að hve náttúruöflin geta verið skelfileg í hrikaleik sínum og hvað mannskepnan er bjargarlaus gagnvart þeim.


mbl.is „Þetta er viðbjóður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Áramótabrenna....he he he...síðan er spurning hvort það sé ekki tilvalið að einhverjir ofur Kokkar drífi sig ekki upp á jökullinn og fari að grilla kjöt og þess háttar

Ashmeat from Iceland.

Friðrik Friðriksson, 17.4.2010 kl. 09:59

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála hverju einasta orði, það er alveg með ólíkindum hvað mannskepnan er lítill og oft á tíðum vitlaus.

Sigurður Haraldsson, 17.4.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband