Þessu fólki er ekki viðbjargandi

Það bregst nánast aldrei, að þegar gefnar eru út viðvaranir um óveður og fólki ráðlagt að halda ekki til fjalla, jökla eða á hálendið yfirleitt, að þá bregst varla að kalla þurfi út björgunarsveitir til að leita að einhverjum, stundum rjúpnaskyttum, stundum göngufólki og stundum jeppa- og vélsleðafólki, sem álpast upp á jökla.

Það er minna hægt að hneykslast á útlendingum, sem þekkja ekki staðhætti og vita jafnvel ekki hvernig og hversu snögg veðrabrigðin eru oft, en þegar Íslendingar eiga í hlut, gilda engar afsakanir og liggur við að viðvörunum um óveður ætti að fylgja yfirlýsing um að ef fólk tekur ekki mark á þeim, þá fari það til fjalla á eigin ábyrgð og ekki verði haft fyrir því að kalla út leitarflokka.

Nú síðustu daga hafa glumið í öllum fjölmiðlum viðvaranir um óveður á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi, en þrátt fyrir það er fólk að lenda þarna í vandræðum, eins og þessi setning úr fréttinni ber með sér:  " Að sögn lögreglu þurftu nokkrir frá að hverfa sem reyndu að komast að eldgosinu um Mýrdalsjökul í gær, vegna bleytu, krapa og slæmrar færðar."´

Erlenda göngufólkið, sem lætur fyrirberast í Baldvinsskála hefur líklega lagt í göngutúrinn áður en veðrið skall á og er ekki í sérstakri lífshættu, en þeim sem láta sér detta í hug að fara í bíltúr upp á jökul, eftir þær viðvaranir sem dunið hafa undanfarið, er ekki viðbjargandi og því ætti ekki heldur að gera neinar tilraunir til að bjarga þeim.


mbl.is Föst á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta lagast allt þegar samgönguráðherra verður búinn að koma í lög að setja skuli GSM senda í allar bifreiðar. Væntanlegur innanríkisráðherra getur þá notað þau lög sem fordæmi og sett lög um að allir skuli vera með slíkan sendi. Þá þarf ekki að leita að neinum, fólk verður bara sótt. 

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Fyrst og fremst er að seigja að ef útlendigar fara sjálfir ,er það að þeir gera sér alsekki grein um hvað þeir eru að gera.Ef þetta eru skipulagðar ferðir með ýmsum ferðafélögum þá getum við notað orðið GRÆÐGi.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.4.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband