Mónakó að skapa sér samningsstöðu vegna Eiðs Smára

Eiður Smári er ánægður hjá Tottenham og hefur verið að styrkja stöðu sína hjá liðinu og Harry Redknapp, knattspyrnustjóri félagsins, er mjög ánægður með Eið Smára og vill halda Eiði áfram í sínum herbúðum.

Mónakó, sem virtist lítið geta notað Eið í leikjum liðsins, þykist nú vilja fyrir alla muni fá hann til baka og framtíð hans sé hjá þeim og þeir séu alls ekki til viðtals um nein tilboð í kappann.

Með þessu er Mónakó sjálfsagt eingöngu að reyna að skapa sér betri samningsstöðu gagnvart Tottenham, þar sem þeir sjá að bæði Eiður sjálfu og knattspyrnustjórinn eru hæstánægðir með frammistðuna hjá Tottenham og Eiður á hvergi betur heima en í enska boltanum.

Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu og hvort Eiður verður lánaður áfram til Tottenham, eða seldur og þá á hvaða kjörum.

Hvað sem öðru líður er Eiður Smári kominn aftur í rétta gírínn.


mbl.is Mónakó vill fá Eið Smára til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Og við fögnum því. Hann var ekki lengi að komast í gírinn drengurinn.

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2010 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband