26.3.2010 | 19:59
Stórkostlega árangursríkir fundir
Síðast liðið ár hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar átt marga "árangursríka" fundi úti um allar jarðir og rætt á þeim við alla helstu Íslandsvini veraldarinnar og alltaf komið fram í íslenskum fjölmiðlum eftir fundina og sagt að nú sé afar stutt í að þetta og hitt muni gerast vegna þessara "árangursríku" funda.
Á síðasta átti Össur, stórgrínari" fleiri en tuttugu fundi með utanríkisráðherrum Evrópu vegna Icesave og enduskoðunar efnahagsáætlunar Íslands og AGS og lýsti því yfir eftir hvern einasta fund að hann hefði verið mjög "árangusríkur" og stutt í að málin leystust. Sama er að segja um fundi Steingríms J. með ráðherrum vítt og breitt og eins og hjá Össuri voru allir fundir "árangursríkir" og myndu skila sér í skjótum lausnum allra mála.
Jóhanna Sigurðardóttir skrifaði bréf til kollega sinna í Bretlandi og Hollandi og bað um að fá með þeim "árangursríkan" fund, en hvorugur virti hana svars, en samt sem áður voru bréfaskriftirnar ekki síður "árangursríkar" en þó þeir hefðu svarað tilskrifunum.
Nú hefur Steingrímur J. átt "árangursríka" fundi við allar helstu toppfígúrur AGS og telur hann að niðurstaða fundanna verði sú, að AGS finni leið til að fara á svig við fyrri samþykktir sínar og gæti hugsanlega laumað afgreiðslu á endurskoðun efnahagsáætlunarinnar fram hjá sjálfum sér "innan nokkurra vikna", eins og Steingrímur sagði í sjónvarpsfréttunum.
Allt þetta veltir upp spurningu um, hvaða fundir teljist árangurslausir.
Bjartsýnn eftir fund með Strauss-Kahn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir þeir fundir sem ekkert kemur út úr eru árangursríkir, sökum þess að þá gera þessir menn ekkert af sér.
Hamarinn, 26.3.2010 kl. 23:10
Nú skal ég vera sammála þér "Hamarinn" :)
Jón Óskarsson, 27.3.2010 kl. 00:22
Hvernig væri að fá uppgefinn sundurliðaðan kostnað við öll þessi ´árangursríku´ fundarhöld. Ekki stætt á öðru, meðan þriðjungur þjóðarinnar sveltur.
Björn Emilsson, 27.3.2010 kl. 03:42
Er ekki að verða komið nóg af þessum stóru yfirlýsingum - þær eru að verða eða orðnar þreytandi.
Nokkuð er umliðið síðan þessi sami maður sagði þjóðinni frá því að Svavar Gestsson væri á heimleið með GLÆSILEGAN SAMNING -
Eins og þú bendir á hefur Össur átt fjöldann allan af árangursríkum fundum sem innifólu lausn allra mála - innan skamms - stutt í það o.fl.
Öll þessi velgengni á fundunum ----- eeeee ----- er hún ekkert að skila sér til okkar???
Er þetta einhver einkaávinningur Steingríms og Össurar?? Bjarni Ben lýsir þeirri skoðun sinni ( og er ekkert einn um þá skoðun ) að lánsfjárþörfin sé fjarri því að vera sú sem upphaflega var áætlað - útgjöld ríkisins vegna bankanna hundruðum milljarða undir upphaflegri áætlun - MÁ EKKI DRAGA TIL BAKA EINHVERJAR AF HÆKKUNUNUM SEM NÝSOVÉTSTJÓRNIN LAGÐI Á ÞJÓÐINA???
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.3.2010 kl. 06:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.