Öfug Keflavíkurganga

Gylfi Magnússon, lausráðinn starfsmaður Viðskiptaráðuneytisins, og Steingrímur J., aðstoðarmaður Indriða H. Þorlákssonar, skattmanns, munu eiga fund með Dominiq Strauss-Kahn, alræðisherra Íslands og framkvæmdastjóra AGS, á morgun og munu þar grátbiðja herra sinn og drottnara um að drífa nú af endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS og útskýra fyrir honum að þrátt fyrir að Íslendingar hafi algjörlega hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu, að gerast skattaþrælar Breta og Hollendinga næstu áratugi, hafi ekki orðið heimsendir, eins og þeir félagar hafi verið búnir að segja þjóðinni að yrði, ef hún gengist ekki undir fjárkúgunina.

Það sem er þó jafnvel merkilegra við ferðina er, að þeir félagar ætla að ganga á fund fulltrúa bandarískra stjórnvalda og fulltrúa þeirra í stjórn AGS til að reyna að endurheimta vináttu Bandaríkjamanna eftir að Össur og Ólafur Ragnar nánast slitu stjórnmálasambandi við Bandaríkin með því að lítilsvirða fráfarandi sendiherra þeirra svo stórlega fyrir ári síðan, að enginn hefur verið skipaður í staðinn.

Bandaríkjamenn munu örugglega hafa gaman af því, að ræða við Steingrím J. og Indriða H. um Keflavíkurgöngurnar, sem þeir marseruðu í, ár eftir ár, til þess að mótmæla bandaríska hernum á Miðnesheiði og sambandi Íslands við Bandaríkin.  Þeir félagar munu þá geta tekið lagið fyrir gestgjafa sína og sungið fyrir þá gömlu baráttusöngvana úr göngunum og öðrum mótmælaaðgerðum þeirra í þá daga.

Þessi betliganga núna er nokkurskonar öfug Keflavíkurganga.


mbl.is Staðfesta fund með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband