25.3.2010 | 10:51
Öfug Keflavíkurganga
Gylfi Magnússon, lausráðinn starfsmaður Viðskiptaráðuneytisins, og Steingrímur J., aðstoðarmaður Indriða H. Þorlákssonar, skattmanns, munu eiga fund með Dominiq Strauss-Kahn, alræðisherra Íslands og framkvæmdastjóra AGS, á morgun og munu þar grátbiðja herra sinn og drottnara um að drífa nú af endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS og útskýra fyrir honum að þrátt fyrir að Íslendingar hafi algjörlega hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu, að gerast skattaþrælar Breta og Hollendinga næstu áratugi, hafi ekki orðið heimsendir, eins og þeir félagar hafi verið búnir að segja þjóðinni að yrði, ef hún gengist ekki undir fjárkúgunina.
Það sem er þó jafnvel merkilegra við ferðina er, að þeir félagar ætla að ganga á fund fulltrúa bandarískra stjórnvalda og fulltrúa þeirra í stjórn AGS til að reyna að endurheimta vináttu Bandaríkjamanna eftir að Össur og Ólafur Ragnar nánast slitu stjórnmálasambandi við Bandaríkin með því að lítilsvirða fráfarandi sendiherra þeirra svo stórlega fyrir ári síðan, að enginn hefur verið skipaður í staðinn.
Bandaríkjamenn munu örugglega hafa gaman af því, að ræða við Steingrím J. og Indriða H. um Keflavíkurgöngurnar, sem þeir marseruðu í, ár eftir ár, til þess að mótmæla bandaríska hernum á Miðnesheiði og sambandi Íslands við Bandaríkin. Þeir félagar munu þá geta tekið lagið fyrir gestgjafa sína og sungið fyrir þá gömlu baráttusöngvana úr göngunum og öðrum mótmælaaðgerðum þeirra í þá daga.
Þessi betliganga núna er nokkurskonar öfug Keflavíkurganga.
Staðfesta fund með Strauss-Kahn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.