Allt betra en kyrrstaðan

Framsóknarflokkurinn boðar nýjar hugmyndir að þjóðarsátt til að koma brýnustu verkefnum þjóðarbúsins úr þeirri kyrrstöðu og doða sem ríkisstjórnin hefur haldið þjóðfélaginu í, undanfarið ár.

Allar tillögur til að koma hreyfingu á staðnað efnahagslífið eru vel þegnar, en ólíklegt verður að telja að Vinstri grænir fallist á nokkrar hugmyndir sem leitt gætu til aukinnar atvinnusköpunar og minnkunar atvinnuleysis, miðað við þá geysihörðu andstöðu sem flokkurinn hefur rekið gegn hvers konar tilraunum og jafnvel hugmyndum að nýjum atvinnutækifærum.

Fróðlegt verður að sjá tillögur Framsóknarflokksins og vafalaust munu þar leynast ýmis nýtileg ráð, en eins og áður sagði, þá hefur allt slíkt verið barið niður með harðri hendi af VG og sennilega til of mikils ætlast, að sá flokkur fari að vinna að úrlausn brýnustu hagsmunamála.

Á þeim bæ eru hugsjónir sósíalismans metnar hærra en þjóðarhagur.


mbl.is Framsókn boðar þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband