Siðgæðisverðir náttúrunnar

Dýraverndunarsamtökin Peta krefjast þess, að hvítabjörninn Knútur, sem einu sinni var lítill og sætur kútur, verði vanaður svo hann leiðist ekki út í sifjaspell með frænku sinni, en þau skötuhjú dvelja saman um þessar mundir í dýragarðinum í Berlín.

Þarna reyna samtökin að koma í veg fyrir hroðalegt sifjaspell, sem allir heiðvirðir menn hljóta að sjá að ekki er hægt að láta átölulaust, enda stórhætta á að siðferði hvítabjarna sé í stórhættu, fyrir utan að svona ólifnaður getur leitt til þess að Giovanna frænka eignist sína eigin litlu kúta, sem gestir í dýragarðinum gætu haft gaman af að fylgjast með.

Til þess að varna svona ólifnaði almennt í hinni villtu náttúru, þarf Peta að senda fjöldann allan af siðgæðisvörðum, allt frá ísbreiðum norðurhafa til afskekktustu staða Afríku, til að varna svona sifjaspellum ódannaðra villidýra, en slíkt hefur viðgengist í árþúsund, án þess að nokkur hafi bent blessuðum skepnunum á hversu ósiðlegt þetta er.

Þessir siðgæðisverðir náttúrunnar hafa greinilega svo yfirgripsmikla þekkingu á lífi villtra dýra, sem þeir eyða ævinni í að vernda, að aðdáun vekur.

Að ekki sé minnst á guðhræðsluna, hún er til mikillar fyrirmyndar fyrir blessaðar skepnurnar.

 


mbl.is Vilja kútta undan Knúti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég er í PETA: People for Eating Tasty Animals...

Sigurjón, 2.3.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband