Ekki nógu gott fyrir íslenska skattgreiðendur

Fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager, lætur hafa eftir sér í hollenskum fjölmiðlum, að vegna þrýstings "þessa fólks" hafi forsetinn neitað að staðfesta Icesavelögin og því sé "besta tilboð" kúgaranna ekki nógu gott fyrir Íslendinga.  Með "þessu fólki" á ráðherrann við íslenska skattgreiðendur, sem alls ekki ætla að láta bjóða sér að borga fjárkúgurum vegna skulda einkaaðila.

De Jager segir að með "besta boði" hafi fjárkúgararnir ætlað að gefa eftir vexti í tvö ár, að upphæð 80 milljarða króna, og þar sem vextirnir eru ekki forgangskrafa í þrotabú Landsbankans, myndu þeir alfarið lenda á skattgreiðendum hérlendis og sést af þessari tveggja ára upphæð, hvílíkar byrðar fjárkúgararnir ætla sér að neyða upp á saklaust fólk, sem enga ábyrgð bar á þessu einkafyrirtæki, frekar en öðrum.

Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum, sem settir voru við ríkisábyrgð á Icesave I, þannig að þegar þjóðin verður búin að fella Icesave II úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þann 6. mars, verður enginn þrælasamningur í gildi lengur og málið loksins komið á þann stað, sem það átti alltaf að vera, þ.e. þá geta ofbeldisseggirnir snúið sér með kröfur sínar að Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og leyst málin í samvinnu við hann, gagnvart þrotabúi landsbankans.

Að því ferli munu íslenskir skattgreiðendur ekki láta kúga sig til neinna afskipta, eða aðkomu.


mbl.is Ekki nógu gott fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband