Rannsóknarnefndin skoði skilanefndir og banka, eftir hrun

Gylfi Magnússon, starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu, segir að margt gott verkið hafi verið unnið í nýju bönkunum, en enginn hafi frétt af því, væntanlega vegna þess, að aldrei hefur verið sagt frá þessum góðu verkum.

Þrátt fyrir endalaust stagt yfirvalda um opið og gegnsætt stjórnkerfi og "að allt skuli vera uppi á borðum", þá hefur pukrið og leyndin sjaldan verið meiri, bæði hjá yfirvöldunum sjálfum, að ekki sé talað um fjármálastofnanirnar, bæði gömlu og nýju bankana.

Það fréttist ekkert af störfum þessara aðila, nema eitt og eitt atriði, sem lekið er í fjölmiðla, yfirleitt vegna þess, að einhverjum í kerfinu blöskrar það sem verið er að framkvæma í það sinnið.

Nú styttist í að Rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu sinni um það sem gerðist í viðskiptalífinu fyrir bankahrun og þó hún verði enginn endanlegur dómur um þau mál, mun örugglega margt koma þar fram, sem áður var hulið almenningi og yfirvöldum.

Þegar sú skýrsla liggur fyrir, þyrfti að framlengja störf nefndarinnar og fela henni að fara rækilega ofan í kjölinn á því, hvað skilanefndir gömlu bankanna hafa verið að aðhafast eftir hrun og einnig hvernig nýju bankarnir hafi tekið á málum skuldara sinna og hvort jafnræðis hafi þar verið gætt.

Andrúmsloftið verður ekki hreinsað, nema með upplýsingum til almennings um hvað hefur verið að gerast í fjármálakerfinu eftir hrun, ekki síður en um það sem gerðist fyrir hrunið.


mbl.is Margt gott gert innan bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Óskar Halldórsson

Ef þessi nefnd kemur sæmilega undan vetri þrátt fyrir allar tafir og bull  þá get ég verið þér sammála um nauðsyn þess að farið verði í saumana á skilanefndum og starfsemi fjármálastofnana frá hruni.

Bjarni Óskar Halldórsson, 25.2.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband