Senda bréf, en ekki gagntilboð

Bretar og Hollendingar sendu bréf með gagntilboði til samstarfsnefndar stjórnmálaflokkana á laugardaginn og eftir langa og stranga setu yfir gagntilboðinu, ákvað nefndin að senda bréf til baka án gagntilboðs.  Hvenær bréf er bara bréf, en ekki gagntilboð, er hins vegar flóknara mál, a.m.k. í þessu fáráðnlega deilumáli, þar sem annar deiluaðilinn er alls ekki aðili að málinu, en reynt að kúga hann til þess.

Eitt nýtt kemur þó fram í þessari frétt og það er, að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi séu óánægðir með gagntilboð kúgaranna, en alveg þangað til í síðustu viku voru bæði Samfylking og Vinstri grænir yfir sig ánægð með þann nauðungarsamning, sem þau höfðu samþykkt í júni í fyrra og höfðu lýst honum sem miklum sigri Íslendinga, enda væri hann "glæsilegur" og besti samningur, sem Íslendingar hefðu getað ímyndað sér að ná.

Í liðinni viku, játaði Steingrímur J. loksins, að engin ríkisábyrgð ætti að vera á innistæðutryggingasjóðnum, eftir að forstjóri innistæðutryggingasjóðsins í Noregi hafði upplýst um þá augljósu staðreynd, sem öllu læsu fólki hafði þó verið kunnugt frá upphafi.

Nú vantar að upplýsa hvað stóð í nýja bréfinu, sem þó innihélt ekkert tilboð og hvað þá gagntilboð.


mbl.is Tilboðið ekki ásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sumir eld heitir samfylkingarsinnar kenna fólkinu í landinu um seinkun á uppbyggingu það er hrokafullt með það í farkestinu að stjórnvöld gerðu ekkert til að knýja farm ásættanlega niðurstöðu í icesave á sýnum tíma! Nú ári seinna er betra tilboð ekki ásættanlegt? Að sjálfsögðu semjum við ekki við herstjórn Breta Hollendingar ættu að fá réttlátari meðhöndlun.

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Hér er auglýsing Icesave sem var ekki byrt. Þar segist meðal annars að Icesave vann tilnefningar sem besta sparireikningabanki í Bretlandi. Græðgin svo mikil hjá viðskiptavinum Icesave. If it sounds to good to be true then it probably is!! Svo vilja bretar fulla endurgreiðslu svo að folk getið haldið að það er allt i lagi að taka áhættur þvi þú færð peningana aftur!http://www.youtube.com/watch?v=quIIAnxQDc0

Sævar Guðbjörnsson, 23.2.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband