Skrýtin efnahagsstjórn

Launavísitala er sögð hafa hækkað um 0,1% í janúar, og þó það sé ekki mikil hækkun, virkar hún svolítið einkennilega, þar sem ekki er vitað um nokkra einustu launahækkun, a.m.k. ekki á frjálsa markaðinum.  Eins er með lækkun vísitölu neysluverðs, en hún lækkaði í janúar um 0,3%, sem nánast eingöngu byggist á útsölum í mánuðinum.

Nú þegar útsölunum er lokið og hækkunarbrjálæði óbeinna skatta kemur að fulli til framkvæmda, en það gerist ekki að fullu fyrr en í apríl, þá mun verðbólga aukast á ný, en um þessar mundir er ekkert sem knýr áfram verðbólgu, annað en skattahækkunaræði hins opinbera.

Það er gjörsamlega óskiljanleg hagstjórn sem kyndir undir verðbólgu í kreppu og nánast algeru eftirspurnarleysi í þjóðfélaginu.

Þetta skýrist auðvitað af því, að hér á landi er alltaf gripið til öðruvísi efnahagsráðstafana, en í öðrum löndum, en t.d. eru stýrivextir hérlendis 9,5%, en frá 0-2,25% í nágrannalöndum og þar eru skattar lækkaðir, á meðan að þeir eru hækkaðir hérlendis.

Erlendis er líka reynt að koma atvinnulífinu á snúning á ný, en hér berst a.m.k. hluti ríkisstjórnarinnar gegn öllum hugmyndum um ný atvinnulækifæri.


mbl.is Kaupmáttur eykst lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband