19.2.2010 | 10:33
Enga bjartsýni - enga samninga
Birgitta Jónsdóttir, segist bjartsýn á að framhald verði á samningaviðræðum við Breta og Hollendinga, vegna Icesave, eftir að hafa hitt samninganefnd Íslands á fundi í morgun, þar sem hún skýrði frá því, sem gerðist í leiðangri hennar til London í vikunni.
Nú skiptir bjartsýni eða svartsýni um samninga engu máli, þar sem ekki liggur nokkuð á að semja við kúgarana um eitt eða neitt á þessari stundu, eða á næstunni. Ekki á að yrða á þessa þrælakúskara framar, heldur láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram á tilskildum tíma, þar sem kjósendur munu fella lögin með a.m.k. 75 - 80% greiddra atkvæða og þar með verða engin lög og engir samningar í gildi.
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna mun standa upp á Breta og Hollendinga að kanna hvort íslensk stjórnvöld vilji yfirleitt nokkuð við þá tala um málið framar annað en að vísa þeim á Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta og gera með honum áætlun um innheimtu krafnanna úr þrotabúi Landsbankans.
Kjósendu munu sýna kúgurunum hug sinn til málsins í konsningunum með einu stóru: NEI
Birgitta: Mjög bjartsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarne erum við algerlega sammála, í upphafi var ég ekki viss um þetta mál, en eftir því sem ég hef kynnt mér það meira, þá segi ég stórt NEI.
En þessi Birgitta virkar alltaf á mig sem lítill stelpukjáni, ég held að hún hafi ekkert erindi í pólitík, það er mín skoðun.
Jóns (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 11:24
Eini valkosturinn í stöðunni er NEI.
Athyglisvert að Birgitta Jónsdóttir sé orðin talsmaður stjórnarandstöðunnar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.2.2010 kl. 12:26
Ég sé hverki að Birgitta sé titluð talsmaður stjórnarandstöðunnar, en ef svo væri væri það ekki bara hið besta mál og Hreyfingin þá að komast í þá stöðu að vera farin að hafa áhrif, en það er nokkuð sem fólk sem situr heima og eys gagnrýni í allt og alla en leggur mislítið til í verkum talar mikið um að hún hafi ekki haft, en sama fólk gleymir því um leið að þau eru bara þrjú og tilheyra minnihlutanum og hafa gert síðan um kosningar eða í um 120 til 130 þingdaga.
Það eru fundir um alla borg þessa daganna svo það er hægt að mæta og tjá sig.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.2.2010 kl. 23:06
Á aþjóðlegum fjármagnsmörkuðum þykir álíka gáfulegt að fjárfesta Íslandi og í Nígeríu. Og með hverjum deginum sem líður með Icesave óleystan þá minnka líkurnar að hér á landi muni koma inn erlent fjármagn í formi fjárfestinga í atvinnulífinu.
Með hverjum deginum sem líður með samninginn í uppnámi, skaðast orðspor Ìslands sem þjóð til að treysta á í viðskiptum og að koma til baka verður erfiðara og erfiðara.
Íslenska krónan verður með hverjum deginum sem líður studd með gjaldeyrishöftum, verðlausari pappír.
Halda menn að þetta kosti ekki neitt, vilja menn keyra orðsporið algjörlega í botninn þannig að ekki verði aftur snúið. Hvar er þjóðarstoltið?
það grátlega við Icesave deiluna er það að íslendingar eru í raun að sanna það í eitt skipti fyrir öll hve vanþroska þessi þjóð er, hún var reyndar búinn að því all rækilega í útrásinni en er nú að slá endahnútinn.
Ef hægt er að finna einhvern sameiginlega flöt á málflutningi andstæðinga Icesave samningsins þá er hann:
Allt er Ömurlegt.
Ekki er að sjá nokkurstaðar neina sameiginlega stefnu um það hvað á að gera eftir að samningurinn verður felldur í atkvæðagreiðslu!
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 12:26
Auðvelt að hrópa NEI NEI,, en hvað svo?
Ìslendingar eru 300 þúsund hræður á veðurbörðu skeri í miðju Atlamdshafi og eru algerlega háðir góðri samvinnu við nágrannaþjóðirnar.
Hvað viljið þið halda þrasinu áfram lengi? Haldið þið að það komi allt í einu svo góður samningur að allir verði sáttir og glaðir?
Sjáið þið ekki að landið er algjörlega í pólitískri og efnahagslegri stöðnun með Icesave óleyst?
Hvað viljið þið gera?
Hún er ótrúleg múgsefjunin og fáfræðin sem ríkir á bloggi Davíðs Oddssonar.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 12:35
Það er bara einfaldlega rangt hjá þér Ragnar að fjárfestar líki Íslandi almennt saman við Nígeriu, það sem er staðreind hinsvegar með fjárfesta um víðann heim er að það er kreppa um heiminn allann og Ísland er hvorki né þar sem áður og verður í komandi framtíð það er nú ekki eins og hér séu einhverjir arðbærir hlutir til að fjárfesta í nema þá eins og eitt og eitt fyrirtæki og þau hafa hingað til þurft að hafa fyrir því að finna fjárfetsa og þanneigin verður það.
Þú talar eins og hér séu arðbær fyrirtæki í löngum bunum til að fjárfesta í fyrir fjárfesta sem áður hafi sótt í að fá að setja peninga í, en þegar maður les innlegg þitt aftur kemur bara í ljós örvæntingafullur Samfylkingarmaður.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.2.2010 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.