Ísland segi sig úr Norðurlandaráði

Á hátíðarstundum skála fulltrúar norðurlandanna hver við annan og halda hástemmdar ræður um frændskap þjóðanna, virðingu og vináttu í garð hverrar annarrar og órjúfanlega samstöðu.  Að því loknu er glasinu lyft aftur og rullan endurtekin, þangað til fagnaðinum lýkur og hinir norrænu vinir fallast í faðma, með tárvot augu og skjögra hver til síns heima.

Þessi vinátta og samvinna hefur ekki náð lengra er svo undanfarið, að eina raunverulega samvinna norrænna þjóða, er sú órofa samstaða, sem aðrar norðurlandaþjóðir hafa sýnt Bretum og Hollendingum í kúgunarherferð þeirra á hendur Íslendingum vegna skuldauppgjörs einkabanka.

Stjórnum hinna norðurlandanna finnst sjálfsagt að íslenskir skattgreiðendur taki á sig þrælabyrðar til næstu áratuga í þágu erlendra ríkja, en dytti ekki í hug sjálfum að ríkistryggja innistæður í útibúum sinna banka erlendis.  Þetta hefur nú verið staðfest af stjórnarformanni norska innistæðutryggingasjóðsins, sem segir að engum detti í hug að norska ríkið þyrfti að koma nálægt slíkum uppgjörum, ef til gjaldþrots norsks banka kæmi, sem væri með erlend útibú.

Þetta er að sjálfsögðu hárrétt hjá stjórnarformanninum og því jafn óskiljanlegt að norðurlöndin beiti sér í raun sérstaklega gegn Íslandi í þeim efnum og taki að sér það hlutverk fyrir kúgarana, að tefja og fresta endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands og AGS, eins og þau hafa nú gert í heilt ár.

Eina svar Íslendinga er að þakka pent fyrir "samstarfið" og segja sig úr Norðulandaráði strax.


mbl.is Bera enga ábyrgð á innistæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær ætla nú samt að lána okkur en við munum ekki gleyma þessu.  Þurfum nú ekki að fara í fýlu og segja okkur úr ráðinu!  Látum þær bara heyra það reglulega.

Palli (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband