Þarfnast ekki mikilla breytinga

Lag Örlygs og Heru, sem sigraði í undankeppni Eurovision, þarfnast ekki mikilla breytinga, þó Hera segi að einhverjar slíkar verði gerðar. 

Lagið er borið uppi af söng Heru og það verður hennar frammistaða, fyrst og fremst, sem kemur til með að ráða úrslitum í Ósló, í hvaða sæti lagið lendir.

Enginn veit fyrirfram, hvað gengur best í almenning um alla Evrópu á hverjum tíma.  Þar ræður mismunandi tónlistarsmekkur miklu, því Austur-Evrópuþjóðum tíkar best við alls ólíka tónlist en Vestur-Evrópubúum.

Einstaka sinnum kemur þó fram lag, sem grípur alla og þar á framkoma viðkomandi listamanns oft stóran hlut.

Í maí mun frammistaða Heru verða það sem máli skiptir.


mbl.is „Gerum pottþétt breytingar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband