Mikið að gerast í atvinnuuppbyggingu, segir Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Kastjósviðtali í gær, að ríkisstjórninni hefði tekist afar vel upp á ýmsum sviðum, ekki síst í atvinnumálunum, en þar hefðu t.d. skapast hátt í 500 störf í nýsköpun.  Störf í nýsköpunarfyrirtækjum eru allra góðra gjalda verð, en þau eru að talsverðu leiti fjármögnuð af Atvinnuleysistryggingasjóði og koma ekki til með að sanna sig, fyrr en að talsverðum tíma liðnum.  Vonandi er að í framtíðinni rísi blómleg atvinnustarfsemi á grunni þessara fyrirtækja og þau muni vaxa og dafna, þó ekki sé hægt að reikna með, að öll lifi til framtíðar.

Þetta er þó einungis dropi í hafið og nýsköpun hefur ekki orðið til vegna hugmyndaauðgi ríkisstjórnarinnar, heldur þeirra einstaklinga, sem hafa farið út í þennan rekstur, til þess að reyna að skapa sér nýja atvinnu á erfiðum tímum.  Þakka skal þeim, sem þakka ber.

Samkvæmt fréttinni munu a.m.k. 300 manns missa vinnunna á næstu mánuðum vegna tilkynntra hópuppsagna og við þá tölu bætast þeir, sem missa vinnuna, án þess að það sé hluti af hópuppsögn.  Alls má því gera ráð fyrir að a.m.k. 500 manns missi vinnuna á næstunni, þannig að þegar á heildina er litið minnkar atvinnuleysið ekkert og raunar er gert ráð fyrir að atvinnulausum fjölgi á árinu, en þeir eru nú um 16.000.

Þetta sjálfshól Jóhönnu, um kraft ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum, er því byggt á blekkingum og hreinum ýkjum, eins og annað, sem frá stjórninni kemur.


mbl.is 60 sagt upp í hópuppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband