Nú vantar bara einn lit

Strákarnir okkar stóðu sig feikivel á EM og hafa veitt löndum sínum geysimila sekemmtun og spennu á mótinu.  Uppsekera er þriðja sætið á mótinu og þar með bronsverðlaunin.  Óska verður þjóðinni til hamingju með, að eiga svo öflugan hóp sannra hetja, sem tilbúnir eru að leggja svo mikið á sig í nafni þjóðarinnar.  Ekki má heldur gleyma þjálfaranum, sem, eins og liðið, hefur nú skipað sér á bekk með þeim bestu í heiminum.

Ólafur Stefánssson sagði eftir að liðið landaði bronsinu, að nú vantaði bara einn lit í safnið, því silfrið fengu strákarnir á Ólimpíuleikunum í Peking fyrir ári síðan.

Ekki er nokkur vafi, að gullið næst fyrr eða síðar og hreint ekki útilokað, að það gæti orðið strax á næsta ári, á heimsmeisaramótinu í Svíþjóð.

Enn og aftur, til hamingju strákar.


mbl.is Ísland landaði bronsinu í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Frakkar hringja sig inn veika í Svíþjóð þá er bara aldrei að vita nema við náum gullinu!

Tryggvi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband