Ólíkt hafast menn að

Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun að hann myndi lækka stýrivexti úr 10% í 9,5% og þóttist vera að gera góða hluti.  Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti á sama tíma, að hann ætlaði að halda sínum stýrivöxtum óbreyttum, eða á bilinu 0-0,25%.

Stýrivextir í Bandaríkjunum hafa verið óbreyttir í heilt ár og telur seðlabankinn þar í landi, að nú séu þeir að byrja að virka á atvinnulífið, þar sem nú hafi dregið úr uppsögnum á vinnumarkaði og útlit sé fyrir að neysla sé að byrja að aukast.  Vegna þessa telja seðlabankamenn vestanhafs sig sjá, að efnahagsbati fari að gera vart við sig.

Hérlendis er efnahagslífið gjörsamlega frosið og enginn í atvinnulífinu treystir sér til að taka lán á þeim kjörum, sem bjóðast, enda engin eftirspurn eftir lánsfé, enginn að fjárfesta í neinu og atvinnuleysi eykst, en minnkar ekki.  Neysla dregst stöðugt saman og með sama áframhaldi verður kreppan sífellt alvarlegri, fyrirtækjum fækkar, neysla minnkar enn og þannig mun vítahringurinn sífellt þrengjast um háls efnahagslífsins.

Hvers vegna íslenskir ráðamenn halda alltaf að önnur efnahagslögmál gildi hér á landi, en annars staðar, er hulin ráðgáta og enginn virðist læra af reynslunni, allra síst reynslu annarra þjóða.

Er ekki tímabært að fara að taka upp ný vinnubrögð, ekki hafa þau gömlu reynst svo vel?


mbl.is Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Forsvarsmenn ASÍ og SA hafa verið sammála um það að hér á landi gæti verið réttlætanlegt að stýrivextir væru 4-5 prósentustigum hærra en í ríkjum sem við berum okkur saman við.  Þetta kom meðal annars skýrt fram í tengslum við gerð Stöðugleikasáttmálann.  Samkvæmt því þarf enn að lækka stýrivextina um 50% svo viðunandi aðstæður skapist hér. 

Það er alltaf verið að finna nýjar "afsakanir" fyrir því að lækka ekki meira og nú dugar ekki lengur til að verðbólgan hefur lækkað umtalsvert, né það að gengið hefur verið nokkuð stöðugt í marga mánuði.  Ef litið er til síðustu 6 mánuði þá hefur gengisvísitala lækkað um innan við 1% og Evran gagnvart krónunni um rúmt prósent.  Flökt innan tímabilsins hefur að vísu verið rúmlega 6% en síðustu vikur hefur lítil sem engin hreyfing verið.   Nú er semsagt fátt eftir nema að kenna Ólafi Ragnari, Framsókn og Sjálfstæðismönnum um eins og vinsælt er að gera þessa dagana.

Jón Óskarsson, 28.1.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband