Útrás og innrás

Landsbankinn hefur átt hlut í fyrirtækinu Lífsvali allt frá stofnun þess árið 2002 og fjármagnað "innrás" þess á bújarðamarkaðinn, enda skuldar fyrirtækið bankanum rúmlega þrjá milljarða króna, eftir að hafa "keypt" 45 bújarðir vítt og breitt um landið.

Athyglisvert er, að fyrirtækið hefur aldrei skilað hagnaði frá stofnun, en það hefur ekkert aftrað bankanum í lánveitingum til starfseminnar, enda bankinn sjálfur hluthafi.  Alveg má örugg telja, að hefði bankinn ekki verið hluthafi, eða ef um annað fyrirtæki hefði verið að ræða, hefði enginn banki lánað slíkar upphæðir til félags með stöðugan taprekstur.

Þetta er skýrt dæmi um það, að eignatengsl milli banka og annarra fyrirtækja, er algerlega óeðlilegur og skekkir alla samkeppni, enda er nú svo komið, að þau fyrirtæki, sem ekki eru í neinum eignatengslum við bankana, eru að deyja drottni sínum á meðan bankarnir halda lífi í sínum fyrirtækjum.

Þetta einstaka dæmi sýnir einning að bankarnir stóðu bæði í útrás og innrás á hátindi spillingartímabilsis.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Spillingin er algjör og líklega munum við þurfa að færa Bretum og Hollendingum þetta fyrirtæki á silfurfati og þar með 45 bújarðir í landinu sem ekki eru bara í flestum tilfellum mjög álitlegar bújarðar varðandi hefðbundinn búskap heldur eru þetta í flestum tilfellum jarðir með afar mikið af hlunnindum svo sem, mikil vatnsréttindi, möguleikar á hitaveitu og veiðiréttindi.

Jón Óskarsson, 21.1.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband