Stórkostlegt björgunarlið

Líklega gerir fólk sér almennt ekki grein fyrir því, hversu stórkostlegt björgunarlið Landsbjörg er, en hún hefur bjargað fjölda mannslífa hér á landi undanfarna áratugi.  Rústabjörgunarlið Landsbjargar varð fyrst á vettvang á Haiti, nokkuð á undan Bandaríkjamönnum, sem þó áttu mun styttri leið að fara.

Það er ómetanlegt, að eiga sveit svo vaskra manna og kvenna að, þegar eitthvað bjátar á, og alltaf tilbúna að takast á við nánast hvaða aðstæður sem er, með svo skömmum fyrirvara.  Þetta eru sannkallaðar hetjur, sem vinna verk sín að mestu í kyrrþey og án nokkurs bumbusláttar.

Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við þetta frábæra og fórnfúsa fólk.


mbl.is Google Earth aðstoðar við björgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband