Skelfilegt ástand á Haiti

Fréttirnar sem berast af jarðskjálftanum á Haiti og afleiðingum hans, eru skelfilegar.  Haiti er bláfátækt og vanþróað land, þar sem kjör og aðbúnaður almennings er ömurlegur alla jafna og hús illa byggð á okkar mælikvarða og því verða afleiðingarnar enn hörmulegri en ella.

Á eyjunni eru ekki til nein tæki eða búnaður til að fást við náttúruhamfarir af þessum toga og því verður að treysta á utanaðkomandi aðstoð á öllum sviðum, bæði með björgunarlið og tæki.  Aðstæður eru allar hinar erfiðustu, þar sem svo virðist af fréttum að allar helstu byggingar séu hrundar, hvort heldur sem er stjórnsýsluhúsnæði, skólar eða sjúkrahús.

Íslendingar eru að undirbúa sína sérhæfðu rústabjörgunarsveit til ferðar og mun hún halda af stað í dag og þó í litlu sé, í hinu stóra samhengi, þá er gott til þess að vita, að hægt sé að senda slíka sveit af stað, með litlum fyrirvara. 

Erfiðleikarnir sem hrjá íslenskt samfélag um þessar mundir, verða sem hjóm eitt, þegar slíkar fréttir berast utan úr heimi og þrátt fyrir erfitt ástand, verða Íslendingar að leggja sitt af mörkum, til aðstoðar við svona hryllilegar aðstæður.

Hugurinn er hjá Haitibúum núna.


mbl.is Gríðarlegt manntjón á Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

JÁ það yljar okkur um hjartarrætur á þessum neyðar tímum að geta vonandi bjargað hanslífum og megi guð fylgja sveit okkar.

Jón Sveinsson, 13.1.2010 kl. 09:15

2 identicon

Hræðilegt alveg.. :(

Plís Jón vertu ekki að blanda galdrakarlinum þínum inn í málið.. mjög ósmekklegt.. ef hann væri virkilega til þá má segja að þetta sé honum að kenna góurinn.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 09:50

3 identicon

Já vonand fá þeir alla þá hjálp sem þau þurfa. Alveg hræðilegt :(

Stefán (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband