Kosningin snýst ekki um ríkisstjórnina

Ráðherrar og þingmenn stjórnarinnar hafa haldið því fram, að þjóðaratkvæðagreiðslan um breytingalögin um ríkisábyrgðina á skuldum Landsbankans, ráði því hvort ríkisstjórnin eða forsetinn verði að segja af sér. 

Þetta er áróður, sem stjórnarliðar munu herða að mun, eftir því sem nær dregur kosningum, en kjósendur verða að vera samtaka um að láta ekki villa sér sýn og taka eingöngu ákvörðun með framtíðarhagsmunum þjóðarinnar og fella þar með lögin.

Bjarni Beneditksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir vegna þess hvernig stjórnarliðar ætla að stilla málinu upp, að kosningin muni í víðu samhengi snúast um líf stjórnarinnar, því geti hún ekki leyst málið, verði hún að fara frá.  Annar möguleiki er, að allir Íslendingar, stjórn og stjórnarandstaða, standi saman í að fella lögin úr gildi og sameinast að því loknu fyrir réttlátri niðurstöðu málsins.

Í fyrstu grein fylgiskjals, sem samninganefndin um Icesave fékk í vegarnesti, stendur þetta:

1.      Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/ EBE. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Samninganefndin átti sem sagt að ganga út frá tilskipun 94/19/EBE og íslenskum lögum, sem eru í samræmi við hana, en þar er tekið skýrt fram að ekki megi vera ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum innistæðueigenda.  Sá skilningur hefur nú síðast verið staðfestur af Liepitz, Evrópuþingmanni og sérfræðingi um tilskipanir ESB um lánastofnanir.

Nýtt samningsmarkmið hlýtur að byggjast á þessum lagalega rétti og þar með eiga Íslendingar ekki að taka á sig eina einustu krónu, vegna þessa máls.

Fyrsta skrefið er stórt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Eins stórt NEI eins og hægt er!

Íslendingar verða að standa saman allir sem einn - ríkisstjórnin kemur málinu akkúrat ekkert við.

Örvar Már Marteinsson, 13.1.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband