Þjóðin og Samfylkingin eiga enga samleið.

Fréttablaðið hefur birt nýja skoðanakönnun, sem sýnir að 75% Samfylkingarfólks ætlar að styðja þrælalögin um ríkisábyrgðina á Landsbankaskuldunum, en aðeins u.þ.b. 35% annarra kjósenda ætlar að gera slíkt hið sama.

Þrátt fyrir þrælslund Samfylkingarfólks, sem talið er með í niðurstöðunum, eru 60% kjósenda andvígir lagasetningunni og ætla að greiða atkvæði gegn henni í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Verkefnið framundan er, að reyna að fá kjósendur Samfylkingarinnar til þess að breyta hugsunarhætti sínum og fá þá til þess að taka hagsmuni sinnar eigin þjóðar fram yfir hag erlendra þrælahöfðingja.

Skilningur á málstað Íslands erlendis fer nú vaxandi dag frá degi og því með öllu óskiljanlegt, að hluti Íslendinga, aðallega kjósendur eins stjórnmálaflokks, skuli taka afstöðu gegn sínum eigin hagsmunum og þjóðar sinnar.

Nú reynir á samstöðu allra sannra Íslendinga í baráttunni gegn ólögunum, án þess að hleypa umræðunni út í karp um stöðu forsetans og ríkisstjórnarinnar.


mbl.is 60% andvíg Icesave-lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel.

Ég er einn af þeim sem skil hvorki upp né niður í Samfylkingunni í dag, því þetta er allt önnur Samfylking en sú sem fór af stað í..... árdaga,

Nú er þarna einræði og gerræði á hendi eins einstaklings sem allir eru skíthræddir við, enda heyrir maður sjaldnast í flokksmeðlimum. þeim er sagt að þegja !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 07:50

2 identicon

Steingrímur Jóhanna Svavar Indriði og Össur eru að stofna nýjan flokk Hrunaflokkurinn.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 12:51

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Í mínum huga er Samspillingin komin í "RuslFlokk...!" og hefur verið það ansi lengi..!  ÉG sé fyrir mér að tími Jóhönnu, Steingríms, Svavars & annara sé liðinn, þó fyrr hefði verið.  "Min tími mun koma..!" - hótaði Jóhanna, henni varð að ósk sinni & hún klúðra því tækifæri á grófan hátt.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 9.1.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband