Stjórnin ætlar að láta kjósa um sjálfa sig, en ekki málefnið.

Gylfi Magnússon, óháður ráðháskólakennari, er kominn á kreik, til að tala niður málstað Íslands í erlendum fjölmiðlum og mála þar skrattann á vegginn og dregur með sér Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, til að gera áróðurinn gegn þjóðinni trúverðugri.

Segja þeir félagar, að á næstu tveim mánuðum muni ríkisstjórnarnefnan og seðlabankinn leggja allt undir, til þess að snúa almenningsálitinu á Íslandi til liðs við Breta og Hollendinga.  Segir Gylfi að ríkisstjórnarnefnan muni segja af sér, takist það ekki, en ekkert er sagt um hvort Már leggi sitt líf sem seðlabankastjóra undir í þessu áróðursstríði.

Þetta er boðskapur þeirra félaga:  "Einnig er vitnað í Má Guðmundsson seðlabankastjóra, sem segir að fólki þurfi aðeins að setjast niður og slaka á. Icesave-samningarnir boði ekki endalokin fyrir Ísland, heldur verði það miklu alvarlegra ef fólk segi nei við Icesave. Þá verði gjaldeyrishöft ekki afnumin, vextir verði áfram háir, aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum opnist ekki, lánshæfismat Íslands verði áfram í ruslflokki, hagvöxtur verði minni og endurreisn efnahagslífsins hægist mikið."

Svona vinna ráðherra og seðlabankastjóri að kynningu málstaðar Íslands á sama tíma og reynt er að fá norðulöndin til þess að fresta ekki lánveitingum sínum til Íslands.  Hverjum myndi detta í hug að fara með álíka spá um sjálfan sig til bankastjóra og biðja hann svo í framhaldinu að veita sér lán?

Þessir tveir menn a.m.k. ættu að segja af sér strax, ef þeir ætla ekki að verða meiri bógar en þetta í samningum við Breta og Hollendinga, ef lögin verða felld úr gildi.  Að prédika svona boðskap út um heim, er algert hneyksli og eingöngu til að spilla fyrir frekari uppbyggingu í landinu.

Þjóðaratkvæðagreiðslan á að snúast um málefnið sjálft, en ekki bull einstakra ráðherra og þjóna þeirra.


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég held að þessi Ríkisstjórn ætti að fara frá ef henni hugnast ekki að tala fyrir Íslendinga og reyna að nota þetta tækifæri til þess að ná fram betri úrlausn. Það er óhugnanlegt ef hún ætlar að stilla málum þannig upp að það komi henni betur að illa gangi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.1.2010 kl. 12:03

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Gylfi Magnússon hefur ekkert umboð til þess að ákveða líf ríkisstjórnarinnar.  Hann er einfaldlega ráðinn til starfa sem óflokksbundinn ráðherra.  Engu líkara er hins vegar en að hann sé genginn í annan stjórnarflokkinn.

Jón Óskarsson, 8.1.2010 kl. 13:05

3 identicon

Og SEÐLABANKASTJÓRI ER EKKI EFTIRBÁTUR GYLFA , ÞÓ HVORUGUR HAFI LEYFI TIL AÐ SEGJA ORÐ , HVAÐ ÞÁ MEIR  !! HVERSLAGS LAND ER ÞETTA HER ?????? ÞAÐ ER EKKI SKRITIÐ ÞÓ AÐRIR LANDA MENN VITI EKKI HVAÐAN Á SIG STENDUR VEÐRIÐ !!!! og viti ekki alveg hvað þeir eigi að hugsa !!  Best væri held eg að þetta lið kæmi ser burt svo hægt verði að afgreiða Icesave af viti  Það verður seint gert með þessi ósköp yfir ser !

ransy (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband