Loksins fær Jóhanna (tungu-)málið

Í allt sumar, á meðan þingið strögglaði um fyrirvarana við ríkisábyrgðina, var Jóhanna, forsætisráðherralíki, hvött til þess að koma málinu upp á viðræðustig milli hennar og forsætisráðherra Breta og Hollendinga, eins og gert er í milliríkjasamskiptum, þegar alvarleg deilumál eru á dagskrá.

Á þeim tíma önsuðu hin hrokafullu skötuhjú, Jónanna og Steingrímur J., litlu um slíka leið, enda ætluðu þau að keyra þrælasamninginn ofan í þing og þjóð, hvað sem tautaði og raulaði.  Eftir að Bretar og Hollendingar neituðu að samþykkja fyrirvarana, skrifaði Jóhanna bréf til Browns, forsætisráðherra Bretlands og Balkenende, forsætisráðherra Hollands, og grátbað um viðtal við þá, en báðir hunsuðu hana algerlega og niðurlægðu íslenska þræla sína um leið.

Nú allt í einu er Jóhanna búin að fá (tungu-)málið og nær sambandi við fjölda ráðamanna Evrópu á einum degi og Steingrímur J. og Össur hafa legið í símanum jafnframt og talað við hvern þann, sem nennt hefur að ræða við þá.

Allt ferli Icesavemálsins hefur verið með ólíkindum klaufalegt og stjórnarnefnan klúðrað öllu, sem hægt var að klúðra, mánuðum saman. 

Loksins, þegar málið er endanlega komið í algert óefni, fá þessar ráðherranefnur allt í einu málið og vonandi er það ekki orðið allt of seint.


mbl.is Jóhanna ræddi við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er slóðin á andlitshóruna, nei ég meina andlitsdrusluna

http://www.facebook.com/?ref=home#/group.php?gid=269368617393&ref=mf

Krímer (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband