Þetta er ekki búið, fyrr en það er búið

Heilbrigðisráðherra hefur hvað eftir annað gefið villandi upplýsingar um hvenær bóluefni muni berast til landsins.  Hún hefur marg sagt að fyrsta sending frá Pfeiser yrði tíuþúsund skammtar og síðan myndu berast þrjúþúsund skammtar á viku eftir það næstu þrjá mánuði. 

Til viðbótar kæmu bóluefni frá öðrum framleiðendum og í dag kynnti hún viðbótarsamning við Pfeiser um eitthundraðognítíuþúsund skammta, en hins vegar væri ekkert vitað hvenær sú viðbót bærist til landsins.

Þessar upplýsingar ráðherrans hafa vakið vonir um að hjarðónæmi yrði náð í landinu innan nokkurra vikna, en við nánari skoðun á þeim upplýsingum sem berast t.d. frá landlækni og forstjóra Landspítalans, er ekkert sem bendir til þess að hjarðónæminu verði náð fyrr en í fyrsta lagi í vor og jafnvel ekki fyrr en með haustinu.

Í viðhangandi frétt fagnar forstjóri Landspítalans "þessum vonandi lokakafla í farsóttinni", en þó er eftirfarandi haft eftir honum:  „Það fer bara eft­ir því hversu fljótt við fáum bólu­efnið miklu frek­ar en annað. Við get­um auðveld­lega bólu­sett hundruð ein­stak­linga hér á hverj­um degi með ör­ugg­um hætti. Tak­mark­andi þátt­ur er því ekki geta okk­ar held­ur það hversu hratt bólu­efnið berst. Við von­um bara það besta þar, við erum með all­ar klær úti.“ 

Það veitir ekki af að brýna fólk til að halda áfram að viðhafa allar varúðarráðstafanir, því eins og sagt er af ýmsum tilefnum:  "Þetta er ekki búið, fyrr en það er búið"


mbl.is Slaka ekki á sóttvörnum fyrr en hjarðónæmi er náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband