Glæpamenn í skjóli alþjóðlegrar verndar

Í nýrri skýrslu lögreglunnar um skipulagða glæpastarfsemi kemur margt forvitnilegt og ekki síður undarlegt í ljós, t.d. að um sé að ræða marga glæpahópa sem telji tugi manna og stundi allar þær tegundir glæpa sem fyrirfynnast.

Til dæmis kemur fram í skýrslunni að:  "Rann­sókn­ir lög­reglu leiða í ljós að ein­stak­ling­um sem tengj­ast þess­um þrem­ur hóp­um hef­ur verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi m.a. á grund­velli kyn­hneigðar. Nokkr­ir þess­ara karl­manna frá ís­lömsku ríki hafa verið kærðir fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gagn­vart kon­um hér á landi."  Á að skilja þetta svo að karlmenn sem fengið hafa hæli hér á landi vegna samkynhneygðar áreiti konur eftir að alþjóðlega verndin er fengin?  Eru þeir kannski að beita blekkingum varðandi kynhneygðina?

Annað sem ekki síður er athyglisvert er:  "Leiðtogi eins hóps­ins hef­ur á síðustu miss­er­um sent tugi millj­óna króna úr landi. Sami maður hef­ur þegið fé­lags­lega aðstoð af marg­vís­legu tagi, þ. á m. fjár­hagsaðstoð á sama tíma. Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar eru á þann veg að inn­an hópa þess­ara sé að finna rétt­nefnda „kerf­is­fræðinga“; ein­stak­linga sem búa yfir yf­ir­grips­mik­illi þekk­ingu á kerf­um op­in­berr­ar þjón­ustu og fé­lagsaðstoðar hér á landi."

Hvernig stendur á því að erlendir glæpamenn geti verið á opinberri framfærslu á Íslandi, stundað stórfell afbrot og sent tugi milljóna króna úr landi innpakkaðir í bómull hjá íslenskum félagsmálayfirvöldum?

Eins vaknar spurningar um hvers vegna mönnum sem áreita konur eru ekki sviptir alþjóðlegu verndinni og ekki síður hvort ekki sé a.m.k. hægt að svipta glæpaforingjann örorkubótunum í ljósi tugmilljónanna sem hann hefur handbærar og getur sent óhindrað hvert á hnöttinn sem honum sýnist.

Ekki síst er undarlegt ef þessir menn geti allir haldið áfram glæpastarfsemi sinni þrátt fyrir að lögregluyfirvöld virðist vita um allt um þeirra háttsemi.


mbl.is Leiðtogi sent tugi milljóna úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband