Á að birta skatta fyrirtækja á launaseðlum starfsmanna?

Samtök atvinnulífsins hafa tekið upp einkennilega upplýsingagjöf til starfsmanna sinna, þ.e. að birta tryggingagjaldið, sem lagt er ofan á launakostnaðinn, og hvetja öll fyrirtæki til að taka upp þessi vinnubrögð.

Þetta verður að teljast ótrúlegt uppátæki, þar sem launþeginn hefur ekkert með þennan skatt að gera og hefur enga aðkomu að álagningu hans frekar en annarra skatta sem lagðir eru á fólk og fyrirtæki.

Þessi upplýsingagjöf til launþeganna um einstaka skatta fyrirtækjanna er algerlega fáránleg og jafn vitlaus og ef fyrirtækin tækju upp á því að færa inn á launaseðla starfsmanna sinna hvað fyrirtækið greiðir í bifreiðagjöld, fasteignagjöld, tekjuskatta o.s.frv.  

Áður en fyrirtækin taka upp á þessari fáránlegu vitleysu ættu þau að birta launþegum sínum upplýsingar um hagnað af starfsemi fyrirtækisins og áætlun um hvernig hann skapast í hlutfalli við fjárfestingu rekstrarfjármuna og vinnu starfsmannanna.

Það væru fróðlegri útreikningar og skemmtilegri upplýsingar en hvernig hver og einn álagður skattur er reiknaður út.


mbl.is Fyrirtæki birti tryggingagjaldið á launaseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband