Er Vinstri grćnum ađ takast ađ gera sig ómerka

Engum getur dulist ađ eftir ţriggja daga stíf "óformleg" fundahöld Sjálfstćđisflokks, Vinstri grćnna og Framsóknarflokks hefur legiđ á borđinu nánast frágenginn stjórnarsáttmáli, ţó sjálfsagt hafi átt eftir ađ fínpússa einhver atriđi í "formlegum" viđrćđum.

Međ ţá niđurstöđu fór Katrín Jakobsdóttir inn á ţingflokksfund VG til kynningar, en á međan hún sat á hinum "óformlegu" fundum í umbođi ţingflokksins hafđi varaformađur flokksins međ stuđningi "villikattanna" í flokknum unniđ hörđum höndum ađ ţví ađ grafa undan formanninum og eyđileggja sem mest fyrir Katrínu og hennar fylgismönnum innan flokksins.

Fjöggurra klukkustunda fundur ţingflokksins í gćr skilađi ekki niđurstöđu og hefur framhaldsfundur veriđ bođađur í dag klukkan eitt eftir hádegi.  Ţá munu úrslit um framtíđ Katrínar sem formanns VG ráđast eđa hvort hún hrökklast úr ţeim stóli og varaformađurinn taki viđ stjórnartaumunum.

Fari svo mun varaformađurinn ganga beint inn í ríkisstjórn sem formenn Samfylkingar og Viđreisnar eru búnir ađ stofna fyrir hann ásamt Pírötum og Flokki fólksins.  Framsóknarflokkurinn hlýtur ađ hafa meiri sjálfsvirđingu en svo ađ hann léti véla sig inn í slíkan brćđing.

Ríkisstjórn Loga og Katrínar, međ eins manns meirihluta á Alţingi, mun ađ sjálfsögđu verđa skammlíf og ţví stutt ţar til kosiđ verđi enn á ný.

Örlög Katrínar, bćđi sem formanns VG og sem trúverđugs stjórnmálamanns, munu ráđast fljótlega eftir hádegiđ í dag, 13. nóvember 2017.  Ţetta verđur sögulegur dagur í íslenskri stjórnmálasögu, hvernig sem fer.

 

 


mbl.is Fundi slitiđ hjá VG – „Ţetta stendur í ţeim“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 13. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband