Verður auknum kaupmætti heimilanna mótmælt á Austurvelli?

Undanfarið hefur lítill hópur fólks staðið á Austurvelli og reynt að hrópa niður ríkisstjórnina og gert lítið úr hennar góðu störfum og hafa nokkrir ofstækisfyllstu öfgavinstrisinnar landsins leitt öskrin nánast froðufellandi af ræðupalli hópsins.

Hagdeild ASÍ hefur nú, væntanlega í tilefni af fjöldahátíðarhöldum launafólks, birt hagspá sína og hrakið rækilega helsta slagorð Austurvallahópsins, "vanhæf ríkisstjórn", því í spánni kemur fram að hagdeildin reiknar með kraftmiklum hafgvexti á næstu a.m.k. átta árum og að útlit sé fyrir mesta framfaraskeið í sögu lýðveldisins.

ASÍ segir að kaupmáttaraukning heimilanna hafi verið umtalsverð undanfarin misseri og muni enn aukast á næstu árum og líklega ná hærri hæðum en nokkun tíma fyrr í sögunni.

Ætli þessum stórkostlega árangri ríkisstjórnarinnar í þágu heimilanna í landinu verði mótmælt kröftuglega á Austurvelli á næstunni, eða mun hinn fámenni mótælendahópur skammast sín fyrir ofstopa sinn og öfgar og fara með veggjum á næstunni?

Mikil lifandis ósköp verður að teljast ólíklegt að margt af þessu fólki kunni að skammast sín og því má líklega reikna með áframhaldandi kveðskap öfugmælavísna á vellinum, hópnum sjálfum til skammar og háðungar.

 


mbl.is ASÍ spáir kraftmiklum hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband