Besta lausnin að Bjarni Ben. taki við forrætisráðuneytinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, virðist vera búinn að mála sig út í horn vegna ótrúlega klaufalegrar framgöngu sinnar varðandi fjármál sín og eiginkonu sinnar, eftir að upplýst var að auðurinn væri ávaxtaður erlendis í nafni félags sem skráð er á Tortola.

Þrátt fyrir að þau hjónin haldi því fram að þessar eignir hafi alltaf verið gefnar upp til skatts á Íslandi og öll tiheyrandi opinber gjöld verið greidd. Ráðherrann hefur hrakist úr einu víginu í annað og komið fram eins og fórnarlamb en ekki hnarrreistur liðsforingi sem sækir fram gegn því sem hann segir vera ofsóknir á fölskum forsendum.

Úr því sem komið er skiptir engu hvernig í fjármálum forsætisráðherrahjónanna liggur, Sigmundur Davíð virðist endanlega vera búinn að tapa orustunni og jafnvel ærunni og mun tæpast verða vært í embættinu, því svo löskuð virðist ímynd hans orðin að erfitt verður að bæta þar úr.

Það eina rétta í stöðunni væri að Bjarni Benediktsson tæki við forsætisráðherraembættinu og Framsóknarflokkurinn fengi fjármálaráðuneytið og þó yrði líklega betra að Sjálfstæðisflokkurinn héldi því ráðuneyti einnig, þannig að Framsóknarráðherrunum fækkaði um einn.

Þetta yrði besta lausnin á málinu, en að öðrum kosti yrði að tryggja stuðning annarra flokka við minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins a.m.k. fram á haustið því ekkert vit væri í því að fara út í þingkosningar nánast samhliða forsetakosningunum í vor.


mbl.is Viðskiptavinir sæta refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband