Er ekki allt sem er löglegt líka siðlegt?

Mikil umræða á sér stað í þjóðfélaginu vegna eigna ýmissa einstaklinga erlendis og ekki síst þeirra peningaeigna sem vistaðar eru á svokölluðum aflandseyjum og skattaskjólum.

Samkvæmt þeim lögum sem gilda í landinu, sem og víðast annarsstaðar, er leyfilegt að geyma sjóði sína nánast hvar sem er og vitað er að flestir reyna að komast hjá því að greiða hærri skatta en nokkur möguleiki er að komast af með.  

Ekkert er í raun hægt að segja við því að nýttar séu allar löglegar leiðir til að minnka skattgreiðslur einstaklinga og fyrirtækja, en skattsvik eru hins vegar algerlega óþolandi og gegn þeim þarf og á að berjast með öllum tiltækum ráðum.

Umræðan undanfarið virðist ganga út á að gera allta tortryggilega sem eignir eiga utan landsteinanna og látið eins og um ótýndan glæpalýð sé að ræða, þrátt fyrir að viðkomandi hafi í einu og öllu farið eftir gildandi lögum um þessi efni.

Sem betur fer virðist skilningur ríkisstjórna loksins vera að aukast á því að almenningur sættir sig ekki við að hægt sé að komast hjá skattgreiðslum með því að fela eignir í svonefndum skattaparadísum og þegar er byrjað að semja þjóða á milli um að loka fyrir slíka möguleika, en betur þarf að vinna til að girða algerlega fyrir alla möguleika fyrirtækja til þess að flytja hagnað landa á milli til að fela slóð hans í skattaskjólið.

Ekki á að úthrópa þá sem fara eftir lögunum, heldur berjast fyrir breytingum í þá veru að girt sé fyrir öll skattaundanskot og önnur lögbrot varðandi þessi mál.  

Það sem er löglegt í hverju landi á hvernum tíma, hlýtur að teljast siðlegt jafnframt, a.m.k. á meðan lögunum er ekki breytt.


mbl.is Eiga verðbréf í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband