Ósvífni græðgismógúlanna verður sífellt ógeðslegri

Á árunum fyrir hrun virtust banka- og útrásarvíngar njóta mykillar hylli meðal þjóðarinnar og engu líkara en að útþurrkun eigin fjár hinna ýmsu stórfyrirtækja sem þá átti sér stað þætti ekki tiltökumál.

Þetta kom fram í því að ýmsir hópar viðskiptagarka, t.d. bankastjórnenda og Bónussklíkunnar svo örfá dæmi séu nefnd, skiptu upp fyrirtækjum, skuldsettu þau upp í rjáfur og greiddu svo sjálfum sér uppsafnað eigið fé út sem arð og bónusa.  Kannski var þessi meðvirkni almennings vegna þess að fólk skildi hreinlega ekki þær upphæðir sem skiptu um hendur í þessum gjörningum, því þær voru svo stjarnfræðilegar að almenningur hafði hreinlega ekki heyrt slíkar tölur nefndar í sambandi við peninga áður.

Bankarnir og fyrirtækin ofurskuldsettu fóru síðan unnvörpum á hausinn í bankakreppunni og afleiðingum hennar, en ofurlaunin, risabónusarnir og tröllvöxnu arðgreiðslurnar liggja einhversstaðar á leynireikningum í hinum ýmsu skattaskjólum veraldarinnar.

Núna er aftur farið að bera á svipaðri græðgi í atvinnulífinu og átti sér stað fyrir bankahrun og enn eru stjórnendur farnir að borga sjálfum sér ótrúleg ofurlaun, feitu bónusarnir aftur farnir að líta dagsins ljós og arðgreiðslurnar sjaldan eða aldrei verið ríflegri en einmitt núna.

Munurinn er þó sá að í þjóðfélaginu er ekki lengur nokkur einasta þolinmæði gagnvart þessari græðgi tiltölulega lítils hóps manna sem greinilega er gripinn svo brjálæðislegri gróðafíkn í eigin þágu að nánast ótrúlegt er.

Þessir tiltölulega fáu ofurgræðgisbarónar ættu að reyna að sjá og skilja andrúmsloftið í kringum sig áður en það verður of seint fyrir þá.


mbl.is Vilja skoðun á tryggingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband