Græðgisgróðinn greiddur úr síðar???

Stjórnir VÍS og Sjóvár hafa skammast til að senda út tilkynningar um að arðgreiðslur verði lækkaðar og "einungis" verði allur hagnaður félaganna á síðasta ári borgaður til hluthafa sem arður.  Ekki ein króna til uppbyggingar félaganna sjálfra, allt til hluthafanna.

Til að bíta höfuðið af skömminni þykjast stjórnarmenn VÍS vera nýgræðingar sem einungis hafi verið að vinna eftir margra ára stefnu félagsins, sem margoft hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum félagsins.

Í nýrri tilkynningu frá stjórn VÍS segir m.a:  „Stjórn­in get­ur ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að fylgi hún nú­ver­andi arðgreiðslu­stefnu, þá geti það skaðað orðspor fyr­ir­tæk­is­ins. Í því ljósi hef­ur stjórn ákveðið að leggja til að greiðsla sé miðuð við hagnað síðasta árs. Stjórn VÍS tel­ur mik­il­vægt að fram fari umræða inn­an fé­lags­ins, meðal hlut­hafa og út í sam­fé­lag­inu um lang­tíma­stefnu varðandi ráðstöf­un fjár­muna sem ekki nýt­ast rekstri skráðra fé­laga á markaði.“

Þetta fólk hefur greinilega engan skilning á því að annar eins ofurgróði skapast ekki nema með okri á seldri þjónustu og heiðarleg stjórn myndi að sjálfsögðu leggja til verulega lækkun iðgjalda og láta viðskiptavinina njóta betri kjara.

Til lengri tíma litið yrði það hluthöfunum til góðs, því án tryggra viðskiptavina munu hluthafarnir ekki geta hirt nokkurn einasta arð út úr rekstrinum í framtíðinni.


mbl.is VÍS lækkar arðgreiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband