5.2.2016 | 18:30
Borgunarmáliđ verđi rannsakađ af Hérađssaksóknara
Hérađssaksóknari hefur tekiđ yfir alla starfsemi Embćttis sérstaks saksóknara ásamt einhverju fleiru sem sameinađ var inn í embćttiđ. Sérstakur saksóknari hefur rannsakađ alls kyns fjármálamisferli sem fram fóru á árunum fyrir hrun og í ađdraganda ţess og hafa margir gerendanna í ţeim málum veriđ dćmdir í ţungar refsingar.
Í mörgum málanna hafa hinir dćmdu ekki hagnast persónulega á lögbrotum sínum en eftir sem áđur hafa ţeir talist bera ábyrgđ á gífurlegum töpum sem af athöfnum ţeirra hafa hlotist. Ţyngstu dómana hafa bankastjórar föllnu bankanna fengiđ og ekki sér fyrir endann á ţeim málum öllum ennţá.
Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun seint á árinu 2014 án auglýsingar eđa útbođs og hefur bćđi söluađferđin sjálf og söluverđiđ veriđ harkalega gagnrýnt alla tíđ síđan og viđunandi svör ekki fengist frá bankanum viđ ţeim spurningum sem fram hafa veriđ bornar.
Nú hefur KPMG skilađ mati á Borgun og metur verđmćti fyrirtćkisins vera 26 milljarđa króna. Í frétt mbl.is segir m.a: "Í lok nóvember 2014 tilkynnti Landsbankinn sölu á 31,2% hlut sínum í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar. Söluverđ hlutarins var sagt tćpir 2,2 milljarđar króna. Sé virđi hlutarins metiđ út frá virđismati KPMG er hann nú um 6 til 8 milljarđar króna eđa nćrri 4 til 6 milljörđum hćrri en ţegar Landsbankinn seldi."
Í framhaldi af ţessu mati hlýtur Hérađssaksóknari ađ hafa frumkvćđi ađ ţví ađ taka söluna á hlut Landsbankans til rannsóknar, bćđi ađferđina viđ söluna og söluverđiđ. Ekkert nema slík rannsókn getur leitt í ljós hvort ţarna hafi veriđ eđlilega ađ hlutum stađiđ, eđa hvort ţarna hafi veriđ um ađ rćđa eitthvađ svipađ og dćmt hefur veriđ saknćmt í starfsemi bankanna á dögunum, vikunum, mánuđunum og árunum fyrir hrun.
Vonandi verđur niđurstađan sú ađ ekkert athugavert hafi veriđ viđ söluferliđ, en ekkert nema óháđ rannsókn getur skoriđ úr ţví héđan af.
![]() |
Borgun metin á 26 milljarđa |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)