Hvað um íslensku þrælahaldarana?

Undanfarið hefur mikið verið fjallað í fjölmiðlum um "þrælahaldara" og aðra svindlara í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.  Samkvæmt þessum fréttum hafa fulltrúar verkalýðsfélagannna og skattayfirvalda ekki undan að við að setja slíkum aðilum úrslitakosti um úrbætur og lokun vinnustaða.

Fulltrúi stéttarfélags á Suðurlandi sagði í viðtali í útvarpi að á þeim landshluta virtist það vera regla en ekki undantekning að ferðaþjónustufyrirtæki svindluðu á starsfólki sínu og létu það jafnvel vinna tuga yfirvinnutíma án þess að greiða fyrir þá. Ekki síður væri svindlað á dagvinnulaununum og vaktaálagi iðulega stolið af starfsfólkinu.

Nefndi þessi fulltrúi sem dæmi að stórt ferðaþjónustufyrirtæki á Suðulandi væri búið að svíkja og svindla á starfsfólki árum saman og þegar búið væri að rekast í einni leiðréttingu á launum kæmi næsta mál varðandi fyrirtækið fljótlega til úrlausnar.  

Nýlega var þrælahaldari frá Sri-Lanka hnepptur í varðhald fyrir að halda þrem samlöndum sínum í ánauð og er það mál nú í höndum lögregluyfirvalda.  Hins vegar vekur athygli hvers vegna hann er sá eini sem handtekinn hefur verið, fyrst vitað er að fjöldi mála af sama, eða svipuðum toga, eru viðvarandi innan ferða- og byggingariðnaðarins.

Varla getur það verið að skýringin sé sú að um útlending sé að ræða, sem nota eigi til þess að hræða aðra sem sömu glæpi stunda, en Íslendingum og öðrum Evrópubúum sé leyft að iðka glæpi sína óáreittir.


mbl.is Þrjár konur þolendur mansals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband