Flóttamenn eyðileggja fyrir flóttafólki með ofbeldisverkum

Fréttir af fólskuverkum múslimskra flóttamanna frá Norður-Afríku og ýmsum arabalöndum gegn konum um áramótin í ýmsum borgum Evrópu vekja mikinn ótta almennings og gætu gjörbreytt viðhorfi Evrópubúa til flóttamannastraumsins sem undanfarið hefur streymt til álfunnar.

Að illvirki af svipuðu tagi, sem beinast að konum, skuli framin í mörgum borgum í ýmsum Evrópulöndum á sama tíma getur ekki eingöngu verið tilviljun, heldur hlýtur menningarmunur og viðhorf til kvenna að spila stóra rullu í þessum atburðum.

Konur njóta ekki sama réttar og karlar innan Islam og feðraveldið er þar allsráðandi, en gera verður þá kröfu til flóttamanna, hvort sem um múslima eða aðra er að ræða, að um leið og þeir sækjast eftir hæli í Evrópu að þá undirgangist þeir þá siði, venjur og lög sem þar gilda og samlagist tuttugustuogfyrstu öldinni strax eftir komu sína þangað.

Flóttamennirnir gera sjálfum sér, málstað sínum og þeim sem vilja taka þeim opnum örmum stórskaða með svona óhæfuverkum, sem auðvitað eru aðeins framin af miklum minnihluta flóttamannanna, en þó var í þessum tilfellum um hundruð eða þúsundir að ræða.

Líklega eiga nýliðin áramót eftir að draga verulega úr því jákvæða viðhorfi sem ríkt hefur í Evrópu til móttöku flóttafólks hjá almenningi.  Stjórvöld í Evrópulöndum eru reyndar þegar byrjuð að berjast gegn áframhaldandi för flóttafólks inn í lönd sín með landamæravörslu og vegabréfaskyldu sem áður hafði verið aflögð að mestu.

 

 


mbl.is 31 handtekinn í Köln
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband