7.1.2016 | 13:12
Hafa "hákarlarnir" sloppiđ vegna glćpa innan lögreglunnar?
Ţegar tilraunir til innflutnings fíkniefna komast upp eru ţađ venjulega einungis burđardýrin sem lenda í klóm lögreglunnar, en skipuleggjendur innflutningsins og ţeir sem leggja til fjármagniđ finnast yfirleitt aldrei. Ekki virđast burđardýrin vita um hverja er ađ rćđa eđa ţora ekki ađ segja frá ţví af ótta viđ hefndir gegn sjálfum sér eđa fjölskyldum sínum.
Furđulegt ţótti í stóru smyglmáli nýlega ţegar hollensk kona, sem var burđardýr í ţví tilfelli, sýndi óvenju mikinn samstarfsvilja viđ lögregluyfirvöld. Hún tók meira ađ segja ţátt í ţví ađ koma á stefnumóti viđ Íslending sem tók viđ sendingunni og átti ađ skila henni til einhvers "hákarls" sem stóđ fyrir smyglinu. Af óskiljanlegum ástćđum hćtti fíkniefnalögreglan viđ ađ elta ţann milliliđ ţrátt fyrir ađ senditćkjum hefđi veriđ komiđ fyrir í töskunum međ gerfiefninu sem ţar hafđi veriđ sett í stađ dópsins sem sendillinn kom til ađ sćkja.
Nú virđist vera komin fram skýring á ţví hvers vegna "hákarlarnir" sleppa nánast alltaf í stćrstu dópsmygltiraununum og minnir ţetta allt saman á amerískar glćpamyndir, ţar sem löggan er á góđum launum hjá glćpagengjunum. Íslenskir dópglćponar virđast sem sagt hafa haft a.m.k. eina löggu úr innsta hring Fíknó á launaskrá viđ ađ upplýsa skúrkana um allar ađgerđir löggunnar og vara ţá viđ nógu tímanlega til ađ ţeir gćtu faliđ slóđ sína til ađ komast hjá handtöku og refsingum.
Séu ţađ rétt ađ uppljóstrari innan fíkniefnalögreglunnar hafi komist upp međ ţá iđju í mörg ár, eins og fréttir herma, er ţađ gríđarlegt kjaftshögg fyrir löggćsluna í landinu og hlýtur ađ kalla á algera endurskipulagningu hennar til ađ koma í veg fyrir álíka skandal í framtíđinni.
![]() |
Brugđist viđ sögusögnum um leka |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)