Nú verður að gefa Shengen frí

Landamærasamvinnan sem kennd hefur verið við Shengen og var til þess að auðvelda Evrópubúum ferðir á milli landa innan samstarfsins án framvísun vegabréfa er nú að syngja sitt síðasta, án þess að andlátinu hafi verið lýst formlega.

Endalaus flóttamannastraumur frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og fleiri stríðshrjáðum ríkjum hefur verið algerlega stjórnlaus fram til þessa og fjöldi flóttamannanna orðinn slíkur að ekkert Evrópuríki treystir sér til þess að taka við nema örlitlum hluta þessa fólksfjölda.

Ekki hefur bætt úr skák að ótrúlegur fjöldi Austur-Evrópubúa hefur blandað sér í hóp þeirra flóttamanna sem raunverulega eru í mikilli neyð og hafa þurft nauðugir að yfirgefa heimili sín og ættjörð í örvæntingu til þess að bjarga lífi sínu og fjölskyldna sinna.  

Albanir og aðrir Austur-Evrópubúar eru af öllum Evrópuríkjum sendir nánast umsvifalaust aftur til heimkynna sinna, enda ekki að flýja stríðsátök og hryðjuverk heldur einungis í atvinnuleit og sumir jafnvel til þess að komast á bætur í velferðarkerfum, sérstaklega Norðurlandanna eins og nýleg umfjöllun um Sígaunafjölskyldu í Kaupmannahöfn hefur sýnt og sannað.

Íslendingar verða að bregðast við á sama hátt og önnur Shengen-lönd og harðloka landamærunum sínum og snúa öllum frá landinu sem ekki geta sýnt fram á að verið sé að flýja raunverulega lífshættu og stríðsógnir.  Til að minnka útúrsnúning og aulafyndni er rétt að taka fram að alls ekki er með þessu verið að vísa til ferða- og viðskiptafólks sem áfram er meira en velkomið til landsins.


mbl.is Íslendingar þurfa að sýna skilríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband